Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel?

Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár.

Neytendur
Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjú apótek

Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Istanbul Market innkallar vörur

Istanbul Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grill/Mangal Baharati og Arjantin Mix.

Neytendur
Fréttamynd

Nýja vín­búðin fer í sam­­keppni við ÁTVR

Á­fengis- og tóbaks­verslun ríkisins er komin með nýjan sam­keppnis­aðila, sem stílar inn á ís­lenskan markað. Net­verslunin Nýja vín­búðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er við­skipta­maðurinn Sverrir Einar Ei­ríks­son sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán.

Neytendur
Fréttamynd

Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030

Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Á­hrifa­valdar vilja að Neyt­enda­­stofa sé enn skýrari

Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu.

Neytendur
Fréttamynd

Sekta BPO Inn­heimtu vegna „um­fangs­mikilla og al­var­legra“ brota á smá­lána­markaði

Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra.

Neytendur