Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2022 11:12 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira