Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2022 11:12 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Það var í apríl 2008, rétt fyrir hrun, sem verð á bíómiða fór yfir þúsund krónur í fyrsta sinn. Og neytendur voru óhressir, eins og þessi bloggfærsla sýnir glögglega. „Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið,“ ritar höfundur. Vísir/Sara Og nú, fjórtán árum síðar, er bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund krónur. 2.045 krónur, nánar tiltekið, er nýtt almennt miðaverð í Sambíóunum, Háskólabíó og Smárabíó. Í öðrum helstu bíóhúsum hangir miðinn undir tvö þúsund kallinum. En bara rétt svo. Og eins og fyrir fjórtán árum voru viðskiptavinir Kringlunnar, sem fréttastofa ræddi við í gær, hneykslaðir á nýju miðaverði. Engar jólagjafir handa mömmu Miði í bíó er þó líklega ein ódýrasta tveggja tíma skemmtun sem völ er á á landinu, eins og Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum bendir á. Hækkunin sé langt í frá sambærileg við miklar hækkanir annars staðar. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um núverandi verðmiða á ýmsum vörum sem jafnan er neytt til dægrastyttingar og/eða yndisauka. Vísir/Sara/hjalti Pylsa á bæjarins bestu kostar 600 krónur eftir talsverða hlutfallslega hækkun síðustu misseri. Verð í ísbúðum hefur hækkað; lítill þeytingur í Ísbúð Vesturbæjar kostar 1.550 og tvöfaldur cappuccino á Te og kaffi er á 835 krónur. Þá fær maður varla ódýrari bjór á barnum en á 1.450, sem einmitt er verðið á hálfum lítra af Tuborg á Dönsku kránni. En dæmi eru um að bjór á dælu fari upp í 1.890 krónur á veitingastöðum. Hagstofan birtir verðbólgutölur á fimmtudag og Landsbankinn spáir því að verðbólgan hækki aftur, upp í 9,6 prósent, áður en hún hjaðnar aftur í janúar. Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum nú í aðdraganda jóla. „Ég get ekki einu sinni keypt jólagjafir fyrir mömmu mína,“ segir Magnús Ingi Halldórsson, ungur starfsmaður í Kringlunni. Viðtal við hann og aðra Kringlugesti í jólaösinni má nálgast í fréttinni í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Bíó og sjónvarp Verðlag Kvikmyndahús Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira