Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Á hrak­hólum í yfir þrjú ár: „Gríðar­­legur kostnaður sem fylgir svona skrípa­­leik“

Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu

Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Spá elleftu hækkuninni í röð

Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“

Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn.

Neytendur
Fréttamynd

Sátu al­var­lega fundi um tómat­sósu og guaca­mo­le

Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar upp­lýsingar um er­lenda net­verslun lands­manna

Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“

Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn.

Neytendur
Fréttamynd

Ég ætla að fá að skila þessu, takk

Í beinu framhaldi af hátíð ljóss og friðar vaknar gjarnan upp eldgamla og sígilda tuggan um rétt neytenda til að skila ógallaðri vöru. Furða margir sig á að ekki sé í lögum sérstaklega fjallað um slíkan rétt neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

BYKO með á­nægðustu við­skipta­vinina sjötta árið í röð

Íslenska ánægjuvogin kynnti fyrir helgi niðurstöður mælinga á ánægju viðskiptavina fjörutíu íslenskra fyrirtækja í fjórtán atvinnugreinum á árinu 2022. Í flokki byggingavöruverslana hlaut BYKO hæstu einkunnina sjötta árið í röð og hefur því sigrað óslitið í þeim flokki frá upphafi mælinga í honum.

Samstarf
Fréttamynd

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Innlent
Fréttamynd

Loppu­markaðir hækka þóknun á seldum vörum

Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg.

Neytendur
Fréttamynd

Hætta á að launa­hækkanir verði notaðar sem tylli­á­stæða fyrir verð­hækkanir

Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Neytendur
Fréttamynd

Sjón­varps­kaup­endum vel­komið að fá mis­muninn endur­greiddan

Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun.

Neytendur