Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna. Viðskipti innlent 7. mars 2025 10:59
Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6. mars 2025 21:02
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Innlent 6. mars 2025 19:23
Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Erlent 6. mars 2025 16:05
Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6. mars 2025 15:14
Varað við svörtum eldhúsáhöldum Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Neytendur 6. mars 2025 14:45
IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. Neytendur 5. mars 2025 09:58
Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum. Neytendur 4. mars 2025 11:32
Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag. Neytendur 4. mars 2025 11:21
Rukkað því fólk hékk í rennunni Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt. Neytendur 3. mars 2025 11:31
Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Innlent 2. mars 2025 14:03
Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður. Viðskipti innlent 1. mars 2025 06:01
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. Viðskipti innlent 27. febrúar 2025 22:10
Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. Neytendur 27. febrúar 2025 14:42
Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Félag atvinnurekenda heldur fund með yfirskriftina: „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ klukkan þrjú í dag á Grand hóteli í Reykjavík. Neytendur 27. febrúar 2025 14:02
Norskir komast í Víking gylltan Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum. Neytendur 27. febrúar 2025 07:03
Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð. Neytendur 25. febrúar 2025 10:01
E. coli í frönskum osti Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna. Neytendur 24. febrúar 2025 11:55
Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu. Neytendur 24. febrúar 2025 11:08
Stytta skammarkrókinn til muna Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar. Neytendur 24. febrúar 2025 10:48
Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Innlent 22. febrúar 2025 15:56
Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 22. febrúar 2025 11:51
Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Viðskipti innlent 22. febrúar 2025 10:39
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. Neytendur 21. febrúar 2025 21:53
Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Viðskipti innlent 21. febrúar 2025 06:36
Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Innlent 20. febrúar 2025 21:04
Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 20:00
Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? Matur 19. febrúar 2025 19:24
„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár. Neytendur 19. febrúar 2025 09:10
Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Formanni Neytendasamtakanna hugnast ekki þreifingar um samruna Arion banka og Íslandsbanka. Hann segir ótækt að draga úr samkeppni og efast um fögur fyrirheit um að samlegðaráhrif skili sér til neytenda. Neytendur 18. febrúar 2025 12:47