NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38.

Körfubolti
Fréttamynd

Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma

Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tíu sigrar í röð hjá Spurs

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðinda að San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik i röð og Nets vann óvæntan sigur á Bulls.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin-lestin fór út af teinunum | Kobe í stuði

Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin tekur þátt í stjörnuhelginni

Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, mun taka þátt í stjörnuhelgi NBA-deildarinnar eftir allt saman. Búið er að bæta honum í hópinn í leik efnilegra leikmanna á uppleið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin-sýningin heldur áfram | Sjö sigrar í röð hjá Knicks

Heitasta stjarnan í NBA-deildinni í dag, Jeremy Lin, hélt uppteknum hætti í nótt og spilaði vel þegar NY Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. Að þessu sinni þurfti enga flautukörfu frá Lin og Knicks gat meira að segja leyft sér að hvíla hann í fjórða leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Meiðsli Rose ekki alvarleg

Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers að spá í Arenas

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar í beinni í kvöld

Það þekktu ekki margir körfuboltaáhugamenn nafnið Jeremy Lin fyrir rúmri viku en á aðeins nokkrum dögum er þessi 23 ára bandaríski strákur ættaður frá Tævan orðin nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar. Lin verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar lið hans New York Knicks tekur á móti Los Angeles Lakers í Madison Square Garden en leikur liðanna hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Körfubolti