Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2012 08:59 Gregg Popovich og Dwyane Wade, ein af fjölmörgum stjörnum Miami Heat liðsins. Nordicphotos/Getty Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira