Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. Tónlist 7. janúar 2024 21:02
Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Lífið 7. janúar 2024 17:07
Saltburn: Hinn hæfileikaríki herra Quick Saltburn er nýjasta kvikmynd Emerald Fennell, leikstýru einnar eftirtektarverðustu kvikmyndar ársins 2022, A Promising Young Woman. Það er Amazon-streymisveitan Prime sem frumsýndi hana rétt fyrir jól. Gagnrýni 7. janúar 2024 09:35
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2024 09:01
Ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. Menning 7. janúar 2024 09:01
Þorleifur Örn og Erna Mist nýtt par Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og Erna Mist Yamagata, myndlistarkona og pistlahöfundur, eru nýtt par. Lífið 6. janúar 2024 20:55
Buðu milljónir til að gera bíómynd um Littler Saga Lukes Littler, undrabarnsins sem varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu í pílukasti, gæti ratað á hvíta tjaldið áður en langt um líður. Sport 5. janúar 2024 15:00
Þórdís vann samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala. Samhljóma niðurstaða dómnefndar var að verk hennar, Upphaf, bæri fyrir sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Lífið 5. janúar 2024 13:22
Vetrarparadísin höfðar til íslenskra bókakaupenda Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Menning 5. janúar 2024 12:23
Fullnaðarsigur Slayer fimm árum eftir tónleikana í Laugardalnum Guðmundur Hreiðarsson Viborg og Félögin L Events ehf. og Lifandi Viðburðir ehf. þurfa að greiða þungarokkshljómsveitinni Slayer eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún tróð upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sumarið 2018. Innlent 5. janúar 2024 11:08
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. Lífið 5. janúar 2024 10:01
Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. Innlent 4. janúar 2024 23:32
Mary Poppins leikkonan Glynis Johns látin Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði. Lífið 4. janúar 2024 21:29
Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Erlent 4. janúar 2024 07:02
Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Innlent 3. janúar 2024 14:45
Auður Haralds er látin Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. Menning 3. janúar 2024 11:23
Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lífið 3. janúar 2024 09:41
„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“ „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag. Menning 3. janúar 2024 09:01
Hefur sýnt um allan heim en leitar nú í íslensku ræturnar Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir hefur löngum verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á myndlist við listaháskóla í Maryland. Undanfarin ár hefur hún verið starfrækt í New York borg en var á dögunum að opna sýna fyrstu einkasýningu hér á Íslandi. Menning 2. janúar 2024 16:01
„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. Lífið 2. janúar 2024 14:06
Víðfræg vefmyndasaga gantast með Ísland Randall Munroe er maðurinn á bak við einar af vinsælustu vefmyndasögum í heimi, xkcd. Hann gerði Ísland að umfjöllunarefni sínu í síðustu myndasögu ársins 2023. Lífið 2. janúar 2024 11:37
Ráðgátan um íslenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina. Innlent 1. janúar 2024 16:32
Þetta eru lög ársins á Bylgjunni Bylgjan hefur tekið saman lista yfir vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2023. Listinn er valinn út frá öllum Bylgjulistum ársins. Tónlist 1. janúar 2024 16:30
Menningarleysi RÚV Í gær, á gamlárskvöld, mátti sjá í Ríkissjónvarpinu hinn árlega fréttaannáll og á undan honum íþróttaannálinn. Af nógu var að taka, enda var 2023 viðburðaríkt ár, og báðir annálar því yfirgripsmiklir. Þó sætir furðu hve lítið pláss menning og listir fengu í þessu ársuppgjöri. Skoðun 1. janúar 2024 09:01
Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þríbura Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls. Lífið 1. janúar 2024 07:00
Versta sjónvarpsefni ársins hjá sumum en fullt hús hjá öðrum Það þarf vart að koma á óvart að skiptar skoðanir eru á Áramótaskaupinu þetta árið eins og hin fyrri. Besta Skaup nokkru sinni eða algjörlega ömurlegt? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Lífið 1. janúar 2024 01:42
Herbert skuldlaus og fullur af þakklæti Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum. Lífið 31. desember 2023 17:55
Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Tónlist 31. desember 2023 17:10
Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. Lífið 30. desember 2023 23:05
Tom Wilkinson látinn Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri. Lífið 30. desember 2023 17:59