Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Jólastöðin er komin í loftið

Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett

Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

You: Sjónvarpsheróín í boði Netflix

Þriðja þáttaröðin um vingjarnlega raðmorðingjann Joe Goldberg er nú komin á Netflix. Þegar við skildum við hann í lok annarrar þáttaraðar hafði hann barnað hina álíka gölnu Love.

Gagnrýni
Fréttamynd

María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu

„Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music.

Lífið
Fréttamynd

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból

Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar

Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir.   […]

Albumm
Fréttamynd

Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum

Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leyni­löggan sýnd víða í Evrópu og Asíu

Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

Lífið
Fréttamynd

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Lífið