Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt Sögur útgáfa 26. október 2022 10:31 Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur sendi frá sér bókina Allt í blóma í vor. „Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor. Allt í blóma inniheldur allt sem blómaræktendur þurfa að vita og er þetta fyrsta bók Hafsteins. Hann hefur þó í drjúgt fjóra áratugi frætt landsmenn um umönnun pottaplantna og eftir hann liggur fjöldi pistla um blómarækt og garðyrkju, auk og úrvarps- og sjónvarpsþátta. „Þetta er bara hin bærilegasta bók, ég tek á öllu því helsta. Ég hef ekki fengið neikvæðar umsagnir enn svo þetta vonandi virkar, hún á að vera ‚idjót-prúúf‘,“ segir Hafsteinn en í bókinni tekur hann saman helstu tegundir sem hann hefur kynnst á heimilum og blómamarkaði síðustu áratugi og svarar algengustu spurningum. Hversu mikið á að vökva? Hvaða birta hentar plöntunni og hvar ætti hún að standa? Hvenær á að umpotta og hvaða mold er best? Stofublóm njóta vinsælda sem aldrei fyrr og Facebookhópurinn Stofublóm Inniblóm Pottablóm, þar sem Hafsteinn gefur góð ráð, telur um 40 þúsund fylgjendur. „Ég var lokkaður þangað inn og sinni þeim hóp eftir getu en það má segja að áhugi á pottablómum gangi yfir í bylgjum. Í covid fór fólk að rækta bæði matjurtir og garðana sína og pottablóm. Nú gengur yfir tískubylgja af plöntum sem eru skyldar Monsterunni og svo á það eftir að breytast. Pelargóníur, fúksíur og havaírósir voru algengar hér á árum áður þegar einfalt gler var algengara í gluggum og auðveldara var að halda blóm sem fóru í vetrardvala,“ útskýrir Hafsteinn. Tvöfalt gler og gólfhiti skapi ekki endilega bestu skilyrðin. „Það tekur á plönturnar þegar breytingarnar eru minni og sami hiti inni hjá okkur allan ársins hring hvort sem það er sólríkt sumar eða dimmur vetur,“ segir hann. Í grunninn sé þó fátt sem plöntum mislíkar nema helst ofvökvun, of mikill áburður, kuldi og sterk sól og í bókinn er farið vandlega yfir þetta allt saman. Hafsteinn segir bókina hálfgerða plöntusálfræði og eru ekki plöntur góðar fyrir sálarlíf okkar líka? „Ég hef ekki gert rannsóknir á því en eflaust er fólk ekki eins stressað þegar það sinnir blómum. Það er gott að hafa pottaplöntur hjá sér, maður getur sagt þeim ýmislegt og þær kjafta ekki frá,“ segir hann sposkur. Menning Garðyrkja Hús og heimili Blóm Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Sjá meira
Allt í blóma inniheldur allt sem blómaræktendur þurfa að vita og er þetta fyrsta bók Hafsteins. Hann hefur þó í drjúgt fjóra áratugi frætt landsmenn um umönnun pottaplantna og eftir hann liggur fjöldi pistla um blómarækt og garðyrkju, auk og úrvarps- og sjónvarpsþátta. „Þetta er bara hin bærilegasta bók, ég tek á öllu því helsta. Ég hef ekki fengið neikvæðar umsagnir enn svo þetta vonandi virkar, hún á að vera ‚idjót-prúúf‘,“ segir Hafsteinn en í bókinni tekur hann saman helstu tegundir sem hann hefur kynnst á heimilum og blómamarkaði síðustu áratugi og svarar algengustu spurningum. Hversu mikið á að vökva? Hvaða birta hentar plöntunni og hvar ætti hún að standa? Hvenær á að umpotta og hvaða mold er best? Stofublóm njóta vinsælda sem aldrei fyrr og Facebookhópurinn Stofublóm Inniblóm Pottablóm, þar sem Hafsteinn gefur góð ráð, telur um 40 þúsund fylgjendur. „Ég var lokkaður þangað inn og sinni þeim hóp eftir getu en það má segja að áhugi á pottablómum gangi yfir í bylgjum. Í covid fór fólk að rækta bæði matjurtir og garðana sína og pottablóm. Nú gengur yfir tískubylgja af plöntum sem eru skyldar Monsterunni og svo á það eftir að breytast. Pelargóníur, fúksíur og havaírósir voru algengar hér á árum áður þegar einfalt gler var algengara í gluggum og auðveldara var að halda blóm sem fóru í vetrardvala,“ útskýrir Hafsteinn. Tvöfalt gler og gólfhiti skapi ekki endilega bestu skilyrðin. „Það tekur á plönturnar þegar breytingarnar eru minni og sami hiti inni hjá okkur allan ársins hring hvort sem það er sólríkt sumar eða dimmur vetur,“ segir hann. Í grunninn sé þó fátt sem plöntum mislíkar nema helst ofvökvun, of mikill áburður, kuldi og sterk sól og í bókinn er farið vandlega yfir þetta allt saman. Hafsteinn segir bókina hálfgerða plöntusálfræði og eru ekki plöntur góðar fyrir sálarlíf okkar líka? „Ég hef ekki gert rannsóknir á því en eflaust er fólk ekki eins stressað þegar það sinnir blómum. Það er gott að hafa pottaplöntur hjá sér, maður getur sagt þeim ýmislegt og þær kjafta ekki frá,“ segir hann sposkur.
Menning Garðyrkja Hús og heimili Blóm Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Sjá meira