Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði“

Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Lætur nettröllin ekki hafa á­hrif á sjálfs­myndina

„Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu.

Lífið
Fréttamynd

Vegið að ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ávaxtakarfan frum­sýnd í Hvera­gerði

Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna.

Lífið
Fréttamynd

Sam­herji hvetur Odd Ey­stein til frekari verka

Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maggie Smith er látin

Breska leikkonan Maggie Smith er látin. Hún vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum Downton Abbey og kvikmyndunum um Harry Potter. Hún varð 89 ára.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið

Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi.

Tónlist
Fréttamynd

Hjem til jul aftur á skjáinn

Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir á fyrstu frum­sýningu vetrarins

Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins.

Lífið
Fréttamynd

Sama hvað fólki finnst

Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun.

Lífið
Fréttamynd

Prince-dansarinn Cat er látinn

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert mál að hlaupa al­veg staur­blindur

Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“

Lífið
Fréttamynd

Mál Sam­herja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni

Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu.

Innlent