Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Rödd Línunnar og Pingu látin

Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil.

Lífið
Fréttamynd

„Bless í bili“

Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim.

Lífið
Fréttamynd

Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum

Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna.

Tónlist
Fréttamynd

Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“

Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið.

Lífið
Fréttamynd

Steypir saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist

Tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, jafnan þekkt sem Inki, var að senda frá sér plötuna Brotabrot en platan byggir á viðtölum við fyrrum fanga kvennafangelsisins. Með plötunni steypir Inki frumsamdri tónlist, umhverfishljóðum fangelsisins og viðtölum við fyrrum fanga í dansvænt, hiphop-skotið tónverk sem spyr ágengra spurninga um tengsl fangavistar og afþreyingar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu óhefðbundna verkefni.

Tónlist
Fréttamynd

Ástin í öllum sínum formum

Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

Menning
Fréttamynd

„Draumur sem ég gerði að plani“

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana.

Lífið
Fréttamynd

Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta

Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút.

Tónlist
Fréttamynd

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

Tónlist
Fréttamynd

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum

Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ólga vegna nýrrar tón­listar Beyoncé

Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið.

Lífið
Fréttamynd

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið
Fréttamynd

Húgó afhjúpaður

Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í haust í nýrri þáttaröð á Stöð 2. Tónlistarmaðurinn kom fram á Þjóðhátíð í bol merktum stöðinni ásamt dagsetningunni 28. september sem vakti upp margar spurningar en nú hefur verið staðfest að þátturinn fer í loftið þann dag.

Lífið
Fréttamynd

russian.girls taka lagið í beinni

Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. 

Lífið
Fréttamynd

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Stund sem ég mun aldrei gleyma“

Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð.

Innlent
Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

Harmoníkkuhátíð á Borg í Grímsnesi alla helgina

Mikið stuð og stemming er á Borg í Grímsnesi um helgina þar sem harmonikkusnillingar landsins eru komnir saman til að skemmta sér og öðrum. Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin í félagsheimilinu og þess á milli er spilað saman á tjaldsvæðinu. Einnig er spilað á sög á svæðinu og á saxófóna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum

Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina.

Tónlist
Fréttamynd

Lag Hin­segin daga lítur dagsins ljós

Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi

Tónlist