„Maður lifandi... ég þarf að hreyfa mig,“ segir hann og virðist grípa í bumbuna, ef marka má skjáskot úr þættinum. Undir þetta tekur móðir Blæju. Pabbinn horfir á sig í speglinum og Blæja spyr: „Af hverju gerir þú ekki bara æfingar?“
Þátturinn, sem ber heitið „Hreyfing“ (e. Exercise), var við birtingu gagnrýndur af sérfræðingum á sviði líkamsímyndar. Sögðu þeir hann geta stuðlað að fitufordómum hjá börnum.
Þættinum var þá breytt, þannig að nú hefur upphafsatriðið verið klippt út og þátturinn hefst á pabbanum að gera æfingar á meðan dætur hans, Blæja og Bára, gera þær að leik. Pabbinn fer svo til læknis, sem segir hann í topp formi.
BBC hefur gefið út að ritskoðaða útgáfan verði sýnd á Bretlandseyjum.