Kevin-Prince Boateng: Ég labba aftur útaf Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, segist ekki myndi hika við að labba útaf vellinum yrði hann aftur fórnarlamb kynþáttaníðs úr stúkunni. Boateng var einn af leikmönnum AC Milan sem gengu af velli í fyrradag í miðjum æfingaleik við neðri deildarliðið Pro Patria eftir að stuðningsmenn Pro Patria gerðust sekir um kynþáttafordóma í söngvum sínum. Fótbolti 5. janúar 2013 13:00
Cristiano Ronaldo: Ég ætla að skora á móti United Framtíð Cristiano Ronaldo verður áfram á milli tannanna á fólki enda hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn tekið þá ákvörðun að ræða ekkert framtíð sína hjá félaginu. Fótbolti 3. janúar 2013 17:00
Te og pönnukökur með Sir Alex hjálpaði Celtic Árangur skoska liðsins Celtic í Meistaradeildinni hefur vakið mikla athygli. Liðið lagði Barcelona á heimavelli og er komið í sextán liða úrslit keppninnar. Fótbolti 21. desember 2012 22:45
Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein. Fótbolti 20. desember 2012 17:15
Leikdagarnir klárir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið leikdaga fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun. 16 liða úrslitin hefjast 12. febrúar með leikjum Celtic-Juventus og Valencia-PSG en lýkur síðan með leikjum Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto 13. mars. Fótbolti 20. desember 2012 12:40
United aðeins einu sinni slegið út Real Madrid | Sigur er ávísun á Evrópumeistaratitil Viðureignir Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eru undantekningalaust markaveislur. Fótbolti 20. desember 2012 11:24
Man. Utd mætir Real Madrid | Barcelona og AC Milan mætast Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Fótbolti 20. desember 2012 10:10
Messi óttaðist það versta Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. "Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri,“ sagði Messi við fréttamenn í dag. Fótbolti 6. desember 2012 17:00
Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg. Fótbolti 6. desember 2012 13:15
Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona. Fótbolti 6. desember 2012 12:30
Bale ekki með Tottenham í kvöld Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs. Fótbolti 6. desember 2012 12:00
Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr. Í gær lauk riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og það er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar þann 20. desember n.k. Liðin sem komust áfram úr riðlakeppninni fá rétt tæplega hálfan milljarð kr. í sinn hlut frá UEFA í peningagreiðslum og það er að miklu að keppa á því sviði á lokastigum keppninnar. Fótbolti 6. desember 2012 11:15
Meistaramörkin: Chelsea komst ekki áfram - hvað sögðu sérfræðingarnir? Lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gær. Evrópumeistaralið Chelsea komst ekki í 16-liða úrslit þrátt fyrir stórsigur gegn danska liðinu Nordsjælland. Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson fóru yfir gang mála hjá Chelsea með Þorsteini J. í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport. Fótbolti 6. desember 2012 09:15
Messi virðist vera í lagi | Labbaði eðlilega inn í klefa Knattspyrnuheimurinn hefur nötrað í kvöld eftir að Lionel Messi var borinn af velli í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 5. desember 2012 22:44
Lennon þorði ekki að horfa á vítið Stuðningsmenn Celtic munu líklega fagna í svona viku eftir að félagið komst í sextán liða úrslit í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 5. desember 2012 22:07
Ferguson: Alvöru mótið hefst í febrúar Mikið breytt lið Man. Utd mátti sætta sig við að tapa á heimavelli gegn Cluj í kvöld. Það kom þó ekki að sök því United var búið að vinna sinn riðil. Fótbolti 5. desember 2012 15:01
Messi meiddist í kvöld | Markametið í uppnámi Lionel Messi náði ekki að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári í kvöld. Það sem meira er þá fór Messi af velli í markalausa jafnteflinu gegn Benfica. Fótbolti 5. desember 2012 14:58
Cech: Vissum að þetta gæti gerst Petr Cech, markvörður Chelsea, var þungur á brún eftir stórsigurinn á Nordsjælland því Chelsea er úr leik í Meistaradeildinni. Fótbolti 5. desember 2012 14:54
Celtic í sextán liða úrslit | Chelsea úr leik Skoska liðið Celtic er komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en Chelsea sat áfram með sárt ennið þrátt fyrir stórsigur gegn Nordsjælland. Fótbolti 5. desember 2012 14:35
Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi. Fótbolti 5. desember 2012 14:00
Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Fótbolti 5. desember 2012 12:15
Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld. Fótbolti 5. desember 2012 11:30
Meistaradeildin: Hörð barátta um þrjú laus sæti í 16-liða úrslitum Það dregur til tíðinda í kvöld þegar lokaleikirnir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistaralið Chelsea á enn tölfræðilega möguleika á að komast áfram aðeins þrjú sæti eru í boði í 16-liða úrslitum keppninnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin þann 20. desember. Fótbolti 5. desember 2012 10:45
Vidic hvorki með í kvöld né gegn City Nemanja Vidic verður ekki í liði Manchester United sem mætir Cluj í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. United hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Fótbolti 5. desember 2012 07:00
Möltumaður í ævilangt bann frá knattspyrnu Kevin Sammut, landsliðsmaður Möltu, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá evrópskri knattspyrnu af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Fótbolti 5. desember 2012 06:00
Leik Dinamo-liðanna framhaldið | Leikur stöðvaður vegna snjókomu Stanislav Todorov, dómari frá Búlgaríu, stöðvaði leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu vegna snjókomu. Eftir að línur vallarins höfðu verið málaðar í rauðum lit var leik framhaldið. Fótbolti 4. desember 2012 20:06
Ajax í Evrópudeildina á kostnað City | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Manchester City tapaði 1-0 gegn Borussia Dortmund í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar. City hafnar því í neðst sæti D-riðils og kemst ekki í Evrópudeildina. Fótbolti 4. desember 2012 19:30
Í beinni: Real Madrid - Ajax Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Real Madrid og Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 4. desember 2012 19:00
Wenger: Upplífgandi frammistaða Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með leikmenn sína þrátt fyrir 2-1 tap gegn Olympiacos í Grikklandi. Fótbolti 4. desember 2012 19:00
Mancini: Hjálpar okkur í ensku úrvalsdeildinni Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var svekktur með tap liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Þýskalandsmeistararnir lögðu kollega sína frá Englandi 1-0. Fótbolti 4. desember 2012 19:00