Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á Wembley Það kemur í hlut Ítalans Nicola Rizzoli að sjá til þess að allt fari sómasamlega fram þegar Bayern München og Borussia Dortmund leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 20. maí 2013 19:45
Ein sú allra besta verður áfram hjá Lyon Lotta Schelin, ein allra besta knattspyrnukona heims, hefur gert nýjan þriggja ára samning við franska félagið Olympique Lyon en hún hefur spilað með Lyon-liðinu frá 2008 og á um næstu helgi möguleika að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. Fótbolti 17. maí 2013 22:00
Enginn leikur í gangi en samt troðfullur leikvangur Stuðningsmenn Bayern München voru fljótir að kaupa alla þá 45 þúsund miða sem voru í boði þegar félagð ákvað að bjóða sínu stuðningsfólki tækifæri til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar á stórum skjá á Allianz Arena, heimavelli Bayern. Fótbolti 17. maí 2013 20:30
Skemmtileg staðreynd um sigurvegarann Fernando Torres Fernando Torres skoraði fyrra mark Chelsea í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Benfica í Amsterdam og tryggði sér sigur í Evrópudeildinni. Fótbolti 15. maí 2013 21:40
Fimm hundruð þúsund vilja fá miða á úrslitaleikinn Borussia Dortmund tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr í þessari viku og það er gríðarlega mikill áhugi hjá stuðningsmönnum félagsins á miðum á úrslitaleikinn á móti Bayern München sem fer fram á Wembley 25. maí næstkomandi. Fótbolti 3. maí 2013 16:45
Ætlar ekki að borða með Bæjurum Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segist ekki ætla að snæða hádegisverð með kollegum sínum hjá Bayern München um helgina. Fótbolti 2. maí 2013 23:00
Meistaradeildarmörkin: Þýskur úrslitaleikur Bayern München sá til þess að Þjóðverjar eiga tvö lið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti með 3-0 sigri á Barcelona í kvöld. Bæjarar unnu einvígið 7-0 samanlagt. Fótbolti 1. maí 2013 21:47
Robben þakkar liðsheildinni árangurinn Hollendingurinn Arjen Robben kom Bayern München á bragðið með glæsimarki á Nývangi í Barcelona í kvöld. Fótbolti 1. maí 2013 21:18
Sötrum öl í kvöld Philipp Lahm, fyrirliði Bæjara, var að vonum himinlifandi með stórsigur Bayern München á Barcelona á Nývangi í kvöld. Fótbolti 1. maí 2013 21:11
Dundee United síðast til að leggja Barca tvisvar 26 ár eru síðan Barcelona tapaði bæði heima- og útileik sínum í útsláttarkeppni í Evrópukeppni í knattspyrnu. Andstæðingurinn var úr ólíklegustu átt, Skotlandi. Fótbolti 1. maí 2013 20:49
Robben: Erum betri en í fyrra Bayern München er komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 sigur á Barcelona í fyrri leik liðanna. Bayern þarf samt að komast í gegnum erfiðar 90 mínútur á Camp Nou í kvöld til þess að komast í úrslit. Fótbolti 1. maí 2013 15:30
Bayern slátraði Barcelona og mætir Dortmund í úrslitum Bayern München vann 3-0 sigur á Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Bæjarar unnu spænska risann 7-0 samanlagt í tveimur leikjum. Fótbolti 1. maí 2013 12:51
Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 1. maí 2013 06:00
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:29
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:23
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:11
Tapaðist í fyrri leiknum Cristiano Ronaldo náði sér engan veginn á strik í 2-0 sigri Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn dugði ekki þar sem Dortmund vann fyrri leikinn 4-1. Fótbolti 30. apríl 2013 22:04
Vil vera þar sem ég er elskaður Jose Mourinho gaf sterklega í skyn á blaðamannafundi eftir leik Real Madrid og Dortmund í kvöld að hann væri á förum frá félaginu. Fótbolti 30. apríl 2013 22:00
Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 18:15
Leikmenn Real biðla til stuðningsmanna | Myndband Leikmenn Real Madrid hafa ekki gefið upp alla von um að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þeir mæta Dortmund í kvöld í seinni leik liðanna en Dortmund leiðir einvígið, 4-1. Fótbolti 30. apríl 2013 15:40
Eitthvað sögulegt mun gerast í þessum leik Borussia Dortmund mætir á Santiago Bernabeu í kvöld með 4-1 forskot á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gott forskot en þjálfari liðsins, Jürgen Klopp, veit að hans menn verða að gæta að sér. Fótbolti 30. apríl 2013 15:15
Mourinho hrósar þýskum fótbolta Fyrri farmiðinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu verður gefinn út í kvöld en þá tekur Real Madrid á móti Dortmund. Það er verk að vinna hjá spænska stórliðinu eftir að hafa steinlegið, 4-1, í fyrri leiknum í Þýskalandi. Fótbolti 30. apríl 2013 10:45
Þurfa mörk frá Ronaldo Real Madrid þarf að blása til sóknar þegar liðið tekur á móti Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 06:00
Spænskir fjölmiðlar ekki hrifnir af Webb Englendingurinn Howard Webb mun dæma leik Real Madrid og Dortmund í Meistaradeildinni á morgun. Spænskir fjölmiðlar hafa ekki beint fagnað því. Fótbolti 29. apríl 2013 17:15
Khedira: Þurfum á Ronaldo að halda Leikmanna Real Madrid bíður risavaxið verkefni á morgun er liðið fær Dortmund í heimsókn í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 29. apríl 2013 15:45
Frábær sigur hjá Kiel í Veszprem Kiel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kiel vann þá frækinn sigur, 28-29, á Veszprem í Ungverjalandi. Handbolti 27. apríl 2013 15:54
Meistaradeildarmörkin: Söguleg frammistaða Lewandowski Pólverjinn Robert Lewandowski skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld er hann varð fyrsti maður sögunnar sem skorar fjögur mörk gegn Real Madrid í Evrópuleik. Fótbolti 24. apríl 2013 23:34
Lewandowski: Mörkin eru ekki aðalmálið Pólverjinn Robert Lewandowski var maður kvöldsins er hann skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. apríl 2013 21:15
Mourinho: Dortmund miklu betra Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að vonum stúrinn eftir tapið stóra gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2013 21:13
Forseti Bayern handtekinn fyrir skattsvik Uli Höness, forseti Bayern München, var handtekinn af þýsku lögreglunni fyrri skattsvik í síðasta mánuði. Honum var svo sleppt gegn því að greiða fimm milljónir evra, 762 milljónir króna, í tryggingu. Fótbolti 24. apríl 2013 14:30