Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. Körfubolti 15. maí 2023 22:05
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Körfubolti 15. maí 2023 21:25
BLE í beinni úr gleðinni á Króknum Strákarnir í útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki eru mættir á Sauðárkrók vegna stórleiks kvöldsins, nánar tiltekið í partýtjaldið fyrir utan Síkið, þar sem Íslandsmeistarabikarinn í körfubolta gæti farið á loft í kvöld. Körfubolti 15. maí 2023 16:59
„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. Körfubolti 15. maí 2023 16:31
„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“ Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum. Körfubolti 15. maí 2023 13:31
Holtavörðuheiði opnuð á ný en hálka og þungfært Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og Holtavörðuheiði var lokað um tíma. Á meðal þeirra sem festust þar voru dómarar leiksins. Körfubolti 15. maí 2023 12:54
Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Körfubolti 15. maí 2023 12:00
Met slegið er Boston kláraði seríuna gegn 76ers Boston Celtics er komið áfram í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta eftir sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik liðanna í nótt. Körfubolti 15. maí 2023 07:30
Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Körfubolti 14. maí 2023 19:30
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Körfubolti 14. maí 2023 14:45
Valinn þjálfari ársins á síðasta tímabili en rekinn í ár Monty Williams, þjálfari ársins árið 2022, hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2023 10:01
Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. Körfubolti 13. maí 2023 12:04
Spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa verið sleppt úr rússnesku fangelsi Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Mercury eftir að hafa verið sleppt úr rússnesku fangelsi er liðið mætti Los Angeles Sparks í æfingaleik í nótt. Körfubolti 13. maí 2023 11:20
LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Körfubolti 13. maí 2023 09:31
Dæmdir úr leik tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn: „Einstaklega ósmekklegt af hálfu KKÍ“ Eftir sigur gegn Stjörnunni í undanúrslitaviðureign 2. deildar 11. flokks drengja í körfubolta þann 30. apríl síðastliðinn áttu liðsmenn Vestra að mæta Ármanni í úrslitum á sunnudaginn. Í dag kom hins vegar í ljós að Vestra hafi verið dæmdur ósigur í undanúrslitunum þar sem liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni. Körfubolti 12. maí 2023 23:50
Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“ Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik. Körfubolti 12. maí 2023 23:13
Hallgrímur tekur við Fjölni Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Hallgrím Brynjólfsson um að hann taki við sem þjálfari kvennaliðs félagsins í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. Körfubolti 12. maí 2023 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. Körfubolti 12. maí 2023 21:20
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. Körfubolti 12. maí 2023 18:44
Báðir leikirnir í kvöld sýndir og allir oddaleikir Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og verður hægt að horfa á stórleikina tvo í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 12. maí 2023 16:31
„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 12. maí 2023 12:00
Boston tryggði sér oddaleik en Durant og félagar í sumarfrí Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA en Denver Nuggets er komið í úrslitin í Vesturdeildinni. Körfubolti 12. maí 2023 07:31
Synir LeBrons James og Dennis Rodman spila saman hjá USC háskólanum Körfuboltalið University of Southern California skólans eða USC eins og flestir þekkja það fær örugglega mikið sviðsljós á næsta tímabili. Körfubolti 11. maí 2023 15:02
Strax uppselt á stórleikinn annað kvöld Áhuginn á einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta er engu minni í ár en þegar liðin börðust um titilinn í fyrra. Körfubolti 11. maí 2023 13:33
Valsmenn breyta miðasölunni fyrir leik þrjú á móti Stólunum Vantar þig miða á næsta leik í lokaúrslitum körfuboltans? Þá er betra að vera með nokkra hluti á hreinu ekki síst þar sem Valsmenn hafa ákveðið að breyta til eftir óánægju meðal stuðningsmanna Tindastóls. Körfubolti 11. maí 2023 09:02
Meistararnir héldu sér á lífi á móti Lakers og Davis í hjólastól inn í klefa Golden State Warriors og New York Knicks forðuðust bæði sumarfrí í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þegar þau minnkuðu muninn í 3-2 í einvígum sínum. Körfubolti 11. maí 2023 07:31
„Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína“ Nikola Jokic sættist við eiganda Phoenix Suns fyrir leik og fór síðan fyrir sínum mönnum í sigri Denver Nuggets sem komst í 3-2 í úrslitakeppni NBA í nótt alveg eins og Philadelphia 76ers gerði með sigri í Boston. Körfubolti 10. maí 2023 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 87-100 | Íslandsmeistararnir jöfnuðu metin Íslandsmeistarar Vals unnu gríðarlega mikilvægan sigur er liðið heimsótti Tindastól í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Lokatölur 87-100 og staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1. Körfubolti 9. maí 2023 23:42
Stólarnir ósigraðir í Síkinu í úrslitakeppni í rúma 23 mánuði Tindastóll getur stigið stórt skref í átta að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í kvöld þegar þeir fá Valsmenn í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Körfubolti 9. maí 2023 16:01
Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 9. maí 2023 13:56