„Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2024 10:33 Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast. „Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar. Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar.
Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira