„Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2024 10:33 Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast. „Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar. Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar.
Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira