Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Kurr í í­þrótta­hreyfingunni vegna krafna Skattsins

Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Innlent
Fréttamynd

Tekur Pavel við Kefla­vík?

Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Að frum­kvæði Péturs sem leiðir hans og Kefla­víkur skildu

Það var að frum­kvæði þjálfarins Péturs Ingvars­sonar að leiðir hans og liðs Kefla­víkur í körfu­bolta skildu eftir ein­læg samtöl hans og stjórnar að sögn fram­kvæmda­stjóra körfu­knatt­leiks­deildar Kefla­víkur. Leit að nýjum þjálfara hefst nú en sá verður ekki kominn í brúnna fyrir næsta leik liðsins á fimmtu­daginn kemur.

Körfubolti
Fréttamynd

Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram

Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp?

Körfubolti
Fréttamynd

Gefur Los Angeles Lakers A í ein­kunn en Dallas fær fall­ein­kunn

Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum.

Körfubolti