Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Maður fólksins gaf vængi

Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi.

Körfubolti
Fréttamynd

Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauð­ár­króki

Ís­lands­meistarar Tinda­stóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grinda­vík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammi­stöðu í fyrsta leik. Á heima­velli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undan­farin tíma­bil.

Körfubolti
Fréttamynd

Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greið­fært

Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár.

Körfubolti
Fréttamynd

„Menn þorðu ekki að taka af skarið“

Benedikt Guðmundsson var sáttur við sumt og ósáttur við annað þegar lið hans, Njarðvík, laut í lægra haldi gegn Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Má ekki anda á Milka inni í teig“

Lárus Jónsson var ánægður frammistöðu sinna leikmanna þegar Þór Þorákshöfn lagði Njarðvík að velli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Iceland Glacier-höllinni í Þorlákhshöfn í kvöld. Lárus var hins vegar ekki sáttur við hversu mörg vítaskot Njarðvík fékk í leiknum. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Eðli­legt að þær skíti að­eins í heyið“

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Hauka nú 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Arnar talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki upp­leggið að fá á sig hundrað stig“

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vorum vit­lausar sér­stak­lega á varnarhelmingnum“

Rúnar Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, sagði leikmenn sína hafa spilað illa lungann úr leiknum þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Allt annað líf þegar þegar gleðin er við völd“

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfubolta, var kampakátur með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Njarðvík að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Segir LeBron James stýra um­ræðunni um eigið á­gæti

Kwame Brown, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA árið 2001, fullyrti í viðtali á dögunum að enginn leikmaður í NBA telji LeBron James vera besta leikmann allra tíma. James sjálfur stýri umræðunni og afvegaleiði í gegnum ítök sín í fjölmiðlum.

Körfubolti