Tryggvi næststigahæstur í sigri - Fimm sóknarfráköst Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason lét til sín taka í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 7. nóvember 2021 19:02
Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira. Körfubolti 7. nóvember 2021 10:00
NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka. Körfubolti 7. nóvember 2021 09:30
Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart? Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni. Körfubolti 6. nóvember 2021 23:00
Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70. Körfubolti 6. nóvember 2021 21:30
NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Körfubolti 6. nóvember 2021 18:30
„Hann er atvinnumaður í körfubolta og á að einbeita sér að því“ Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, hefur ekki þótt standa undir væntinum í upphafi tímabils í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 6. nóvember 2021 10:30
Rose með stórleik þegar Knicks komst aftur á sigurbraut New York Knicks hafði betur gegn meistaraliði Milwaukee Bucks í einum af stórleikjum næturinnar í NBA körfuboltanum. Körfubolti 6. nóvember 2021 09:30
„Körfubolti er leikur áhlaupa og augnablika“ Thomas Kalmeba-Massamba, leikmaður Tindastóll, var eins og allir tengdir Tindastóll ánægður með sigurinn á Njarðvík í kvöld. Körfubolti 5. nóvember 2021 23:04
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 72-83 | Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð Tindastóll sá til þess að Njarðvík tapaði þriðja leiknum í röð í Subway-deild karla í körfubolta er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld, lokatölur 72-83. Körfubolti 5. nóvember 2021 22:44
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsæti Subway-deildarinnar Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. Körfubolti 5. nóvember 2021 20:35
Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 5. nóvember 2021 20:10
Ljónatemjararnir frá Króknum mæta til Njarðvíkur í kvöld Stórleikur kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta verður spilaður í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem Tindastólsmenn koma í heimsókn. Körfubolti 5. nóvember 2021 14:31
Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Körfubolti 5. nóvember 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 80-89 | Íslandsmeistararnir höfðu betur gegn deildarmeisturunum Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan níu stiga sigur, 89-80, er liðið taplaust lið deildarmeistara Keflavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 4. nóvember 2021 23:39
„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. Sport 4. nóvember 2021 23:12
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - KR 75-87 | Nýliðarnir höfðu ekki stöðuleika í KR Vestri og KR mættust í Subway-deild karla á Ísafirði í kvöld. Voru það gestirnir sem fóru glaðari heim með 12 stiga sigur í skottinu, 87-75. Körfubolti 4. nóvember 2021 22:32
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. Körfubolti 4. nóvember 2021 21:21
Umfjöllun: ÍR - Þór Ak. 86-61 | Stórsigur er ÍR-ingar kræktu í sín fyrstu stig ÍR og Þór frá Akureyri mættust í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61. Körfubolti 4. nóvember 2021 21:00
Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Körfubolti 4. nóvember 2021 20:31
Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. Körfubolti 4. nóvember 2021 20:19
Unnu nágranna sína í fyrsta sinn í 93 mánuði Njarðvíkurkonur eru á toppnum í Subway-deild kvenna eftir sjö stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Körfubolti 4. nóvember 2021 13:00
Þristaregn í Brooklyn og farið að birta til Stjörnum prýtt lið Brooklyn Nets virðist vera að ná sér á strik í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann öruggan 117-108 sigur gegn Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 4. nóvember 2021 07:30
„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“ Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur. Körfubolti 3. nóvember 2021 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 77-70 | Montrétturinn er Njarðvíkinga sem tylltu sér á toppinn Nýliðar Njarðvíkur kórónuðu frábæra byrjun sína á tímabilinu með því að skella grönnum sínum í Keflavík í Suðurnesja- og toppslag umferðarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í kvöld 77-70 og toppsætið sem og montrétturinn því Njarðvíkinga að svo stöddu. Körfubolti 3. nóvember 2021 23:00
Frábær leikur Martins dugði ekki til Martin Hermannsson heldur áfram að spila frábærlega í liði Valencia en það dugði ekki í kvöld er liðið lá gegn Gran Canaria á heimavelli í Evrópubikarnum, lokatölur 89-90. Körfubolti 3. nóvember 2021 21:35
Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61. Körfubolti 3. nóvember 2021 21:15
Villeneuve gekk frá Haukum í síðari hálfleik Eftir fínan fyrri hálfleik sáu Haukar aldrei til sólar í þeim síðari er liðið sótti Villeneuve heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 82-33. Körfubolti 3. nóvember 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 74-84 | Fjölnir lagði Íslandsmeistarana í framlengdum leik Skeinuhætt lið Fjölnis lagði Íslandsmeistara Vals í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 74-84. Körfubolti 3. nóvember 2021 20:20
Þóra Kristín stigahæst og Falcon enn með fullt hús stiga Íslendingalið AKS Falcon er enn með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir góðan tíu stiga sigur á Åbyhøj IF í kvöld, lokatölur 56-66. Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst í liði Falcon og þá skilaði Ástrós Lena Ægisdóttir góðu framlagi. Körfubolti 3. nóvember 2021 19:45