Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston

Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka.

Körfubolti
Fréttamynd

Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart?

Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni.

Körfubolti
Fréttamynd

Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns

NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn

„Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir

Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“

Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Frábær leikur Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson heldur áfram að spila frábærlega í liði Valencia en það dugði ekki í kvöld er liðið lá gegn Gran Canaria á heimavelli í Evrópubikarnum, lokatölur 89-90.

Körfubolti
Fréttamynd

Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím

Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61.

Körfubolti
Fréttamynd

Þóra Kristín stiga­hæst og Falcon enn með fullt hús stiga

Íslendingalið AKS Falcon er enn með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir góðan tíu stiga sigur á Åbyhøj IF í kvöld, lokatölur 56-66. Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst í liði Falcon og þá skilaði Ástrós Lena Ægisdóttir góðu framlagi.

Körfubolti