„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 23:31 Styrmir Snær Þrastarson hefur átt frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu eftir að hann snéri aftur frá Bandaríkjunum. Vísir / Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
„Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira