Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?

Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.

Umræðan
Fréttamynd

Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin

Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 

Innherji
Fréttamynd

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“

Innherji
Fréttamynd

LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu.

Innherji
Fréttamynd

Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jón Finnbogason, sem hefur undanfarin ár verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, dótturfélags Arion og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut

Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Tekjur Arctica jukust um 470 milljónir og hagnaðurinn fimmfaldast

Þóknanatekjur verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance jukust um 82 prósent í fyrra og voru samtals 1.073 milljónir króna. Hagnaður félagsins meira en fimmfaldaðist á milli ára og var samtals 359 milljónir króna fyrir skatt. Er þetta næst besta afkoma Arctica Finance frá stofnun þess árið 2009.

Innherji
Fréttamynd

Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum

Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjarskiptastofa herðir tökin fyrir söluna á Mílu

Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni.

Innherji
Fréttamynd

Ný flokkun hjá FTSE skilar fjölbreyttari flóru og ýtir undir skráningar

„Það hefur sárvantað fjölbreytni í fjárfestaflóruna. Við höfum náð árangri þegar kemur að innlendum einstaklingum en erlenda innflæðið hefur ekki verið eins mikið og maður hefði viljað. Með breiðari flóru styrkist verðmyndun og við fáum betri markað,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Íslensk félög í sigti margfalt stærri fjárfesta eftir nýja flokkun hjá FTSE

Flokkun Íslands sem nýmarkaðsríki hjá  FTSE Russell laðar tugi milljarða króna af erlendu fjármagni að íslenska hlutabréfamarkaðinum og eykur sýnileika markaðarins á erlendri grundu. Tímasetningin er hagstæð í ljósi þess að innflæði kemur á sama tíma og innlendir fjárfestar beina fjármagni, sem þeir hafa fengið útgreitt í formi arðs á síðustu vikum eða tekið frá fyrir hlutafjárútboð Íslandsbanka, aftur inn á markaðinn. Þetta segja viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir

Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir.

Innherji
Fréttamynd

SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka

Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells.

Innherji
Fréttamynd

Ísland fært upp um flokk hjá FTSE, „gríðarlega stór tímamót“ fyrir markaðinn

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell ákvað í gær að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) og tekur sú breyting gildi við opnun markaða 19. september á þessu ári. Uppærslan mun greiða fyrir innflæði „verulegs fjármagns“ inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra félaga, að sögn Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins

Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut.

Innherji
Fréttamynd

Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Verðmetur Alvotech á 540 milljarða skömmu fyrir skráningu á markað

Heildarvirði íslenska líftæknifyrirtækisins Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi, er metið á um 90 prósent hærra gengi í nýju verðmati miðað við þann verðmiða sem var sett á félagið þegar það lauk um 60 milljarða króna fjármögnun undir lok síðasta ár.

Innherji
Fréttamynd

Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka

Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Stefnis tvöfaldast og var yfir 1.600 milljónir

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir skilaði hagnaði upp á 1.618 milljónir króna á árinu 2021, sem einkenndist af verðhækkunum í Kauphöllinni og aukinni ásókn almennings í hlutabréfafjárfestingar, og jókst hann um 93 prósent frá fyrra ári. Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er í eigu Arion banka, jukust um 58 milljarða og námu 288 milljörðum í árslok.

Innherji
Fréttamynd

Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag.

Viðskipti innlent