Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2023 18:10 Kaupin á Lyfju eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Aðsend Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi hf. og SID ehf., eiganda Lyfju hf. til Kauphallar. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko. Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur. Stærsti eigandi Lyfju í gegnum SID, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir hluthafar eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Viðskiptin eru háð skilyrðum á borð við samþykki hluthafafundar Festi og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á fyrsta ársfjórðungi 2024. Stendur til að boða til hluthafafundar Festi á næstu vikum. Að sögn samningsaðila gera áætlanir Lyfju fyrir árið 2023 ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa, nemi 1.044 milljónum króna. Samkvæmt kaupsamningnum þá verður kaupverðið greitt með afhendingu 10 milljón hluta í Festi og greiðslu 6 milljarða króna með handbæru fé að frádregnum nettó vaxtaberandi skuldum Lyfju á efndadegi. Tókst í annarri tilraun Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Festi gerði tilboð í allt hlutafé í Lyfju en eigendur lyfjaverslananna settu félagið í söluferli árið 2021. Samkvæmt heimildum Innherja var Festi meðal þeirra sem gerðu tilboð í félagið en líkt og önnur tilboð á þeim tíma var það undir þeim væntingum sem eigendur höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Að sögn Innherja höfðu þeir gert sér vonir um að geta fengið liðlega átta milljarða króna fyrir félagið. Tilboð Festi var hins vegar sagt vera langt undir þeim verðmiða. Núverandi eigendahópur kom að Lyfju árið 2018 þegar fjárfestarnir keyptu félagið af Lindarhvol, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins. Árið áður hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga, eiganda Bónuss og Hagkaups, á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna. Kaupverð SÍA III og einkafjárfestanna á Lyfju var hins vegar talsvert lægra. Mikil tækifæri felist í samþættingu Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, segir í tilkynningu um undirritun kaupsamningsins að stjórnendur félagsins séu afar ánægðir með þessi kaup og að Lyfja sé vel rekið félag. „Mikil tækifæri felast í samþættingu þjónustu þvert á félögin innan Festi sem og framboði breiðara úrvals nauðsynjavara á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini okkar um land allt. Samhljómur fyrirtækjanna er skýr m.a. hvað varðar fyrirbyggjandi heilsuvernd og aukin þægindi við innkaup.“ Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Ingi Guðjónsson, stjórnarformaður Lyfju og einn eigenda SID ehf., hefur átt samleið með apótekum Lyfju í að verða 30 ár, fyrst sem lyfjafræðingur og stofnandi og síðar sem fjárfestir og stjórnarformaður. „Ég er afar stoltur af því sem starfsfólk okkar hefur áorkað á síðustu tæpu fimm árum og hlakka til að fylgjast með Lyfju dafna til framtíðar innan samstæðu Festi. Félagið hefur byggt upp ólík verslunarfélög með hugmyndafræði sem viðskiptavinum líkar og starfsfólkið er stolt af. Ég tel að Lyfja eigi vel heima innan þessarar fjölskyldu,“ er haft eftir Inga í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Festi Lyf Verslun Tengdar fréttir 446 milljóna hagnaður í fyrra Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir. 24. mars 2023 09:56 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi hf. og SID ehf., eiganda Lyfju hf. til Kauphallar. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko. Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur. Stærsti eigandi Lyfju í gegnum SID, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir hluthafar eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Viðskiptin eru háð skilyrðum á borð við samþykki hluthafafundar Festi og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á fyrsta ársfjórðungi 2024. Stendur til að boða til hluthafafundar Festi á næstu vikum. Að sögn samningsaðila gera áætlanir Lyfju fyrir árið 2023 ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa, nemi 1.044 milljónum króna. Samkvæmt kaupsamningnum þá verður kaupverðið greitt með afhendingu 10 milljón hluta í Festi og greiðslu 6 milljarða króna með handbæru fé að frádregnum nettó vaxtaberandi skuldum Lyfju á efndadegi. Tókst í annarri tilraun Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Festi gerði tilboð í allt hlutafé í Lyfju en eigendur lyfjaverslananna settu félagið í söluferli árið 2021. Samkvæmt heimildum Innherja var Festi meðal þeirra sem gerðu tilboð í félagið en líkt og önnur tilboð á þeim tíma var það undir þeim væntingum sem eigendur höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Að sögn Innherja höfðu þeir gert sér vonir um að geta fengið liðlega átta milljarða króna fyrir félagið. Tilboð Festi var hins vegar sagt vera langt undir þeim verðmiða. Núverandi eigendahópur kom að Lyfju árið 2018 þegar fjárfestarnir keyptu félagið af Lindarhvol, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins. Árið áður hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga, eiganda Bónuss og Hagkaups, á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna. Kaupverð SÍA III og einkafjárfestanna á Lyfju var hins vegar talsvert lægra. Mikil tækifæri felist í samþættingu Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, segir í tilkynningu um undirritun kaupsamningsins að stjórnendur félagsins séu afar ánægðir með þessi kaup og að Lyfja sé vel rekið félag. „Mikil tækifæri felast í samþættingu þjónustu þvert á félögin innan Festi sem og framboði breiðara úrvals nauðsynjavara á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini okkar um land allt. Samhljómur fyrirtækjanna er skýr m.a. hvað varðar fyrirbyggjandi heilsuvernd og aukin þægindi við innkaup.“ Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Ingi Guðjónsson, stjórnarformaður Lyfju og einn eigenda SID ehf., hefur átt samleið með apótekum Lyfju í að verða 30 ár, fyrst sem lyfjafræðingur og stofnandi og síðar sem fjárfestir og stjórnarformaður. „Ég er afar stoltur af því sem starfsfólk okkar hefur áorkað á síðustu tæpu fimm árum og hlakka til að fylgjast með Lyfju dafna til framtíðar innan samstæðu Festi. Félagið hefur byggt upp ólík verslunarfélög með hugmyndafræði sem viðskiptavinum líkar og starfsfólkið er stolt af. Ég tel að Lyfja eigi vel heima innan þessarar fjölskyldu,“ er haft eftir Inga í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Lyf Verslun Tengdar fréttir 446 milljóna hagnaður í fyrra Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir. 24. mars 2023 09:56 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
446 milljóna hagnaður í fyrra Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir. 24. mars 2023 09:56
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent