Festi hagnast umfram væntingar Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. Viðskipti innlent 30. júlí 2025 10:22
Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Flugvél Play sem skemmdist ill í hagléli yfir Póllandi í byrjun mánaðar er komin úr viðgerð í Katowice. Þannig nýtast níu af tíu vélum flugfélagsins en tíunda vélin er enn í viðgerð, sem hefru tafist vegna langrar biðar eftir varahlutum. Viðskipti innlent 30. júlí 2025 10:19
Tekjur af sölu eldsneytis og rafmagns jukust þrátt fyrir mikla lækkun olíuverðs Rekstur allra rekstrareininga Festi hjá Festi batnaði á öðrum ársfjórðungi, umfram væntingar sumra greinenda, en á meðal þess kom á óvart var aukning í tekjum af sölu eldsneytis og rafmagns þrátt fyrir talsverða lækkun á olíuverði milli ára. Innherjamolar 30. júlí 2025 09:14
Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Dæmi eru um að fólk í greiðsluerfiðleikum geti ekki lækkað afborganir af lánum þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Formaður Neytendasamtakanna segir málið galið og vill breytingar. Neytendur 29. júlí 2025 21:29
Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað. Innherjamolar 29. júlí 2025 13:32
LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu. Innherjamolar 29. júlí 2025 08:40
Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“ Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög. Innherjamolar 28. júlí 2025 13:21
Hlutabréfasjóðir enn í varnarbaráttu og ekkert bólar á innflæði Snarpur viðsnúningur í kringum síðustu áramót þegar fjárfestar fóru á nýjan leik að beina fjármagni í hlutabréfasjóði stóð stutt yfir en undanfarna mánuði hafa sjóðirnir fremur þurfa að horfa upp á útflæði samtímis erfiðum markaðsaðstæðum. Innherjamolar 28. júlí 2025 10:54
Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft. Innherji 26. júlí 2025 12:11
Ása Ninna kveður Bylgjuna Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni. Lífið 25. júlí 2025 17:09
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24. júlí 2025 14:20
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23. júlí 2025 10:15
Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Flugfreyjum og flugþjónum hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Play í dag. Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 17:36
Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Dagslokagengi flugfélagsins Play er aðeins 46 aurar á hlut og hefur aldrei verið lægra við lokun markaða. Gengið fór lægst niður í 37 aura í dag. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 17:12
Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á. Innlent 22. júlí 2025 15:01
Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu. Innherjamolar 22. júlí 2025 14:57
Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði. Neytendur 22. júlí 2025 14:57
Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 13:32
Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“ Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær. Innherji 22. júlí 2025 13:13
Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. Viðskipti innlent 22. júlí 2025 10:18
Búast við tveggja milljarða tapi Flugfélagið Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 18:02
Samruninn muni taka langan tíma Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 16:28
Orri til liðs við Íslandsbanka Orri Heiðarsson hefur verið ráðinn til Íslandsbanka í hlutabréfamiðlun bankans. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 16:13
Stærsti einkafjárfestirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu. Innherjamolar 21. júlí 2025 11:56
Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20. júlí 2025 13:37
Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Viðskipti innlent 20. júlí 2025 08:46
Róbert selur Adalvo til fjárfestingarrisans EQT fyrir um einn milljarð dala Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu. Innherji 18. júlí 2025 12:36
Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Viðskipti innlent 18. júlí 2025 12:01
Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. Neytendur 17. júlí 2025 11:08
Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring. Innlent 16. júlí 2025 21:50
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent