Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Gleðileg jól, kæru lesendur

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kveðjunni fylgja nokkrar jólamyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í desember.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt

Borgarleikhúsið hefur boðið landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember hefur verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins glatt með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst

Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum.

Erlent
Fréttamynd

Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár

Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag

Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu.

Innlent
Fréttamynd

Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

„Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið“

„Geymsurýmið er líklega það rými sem oftast er óskipulagt á heimilum og það er auðvelt að flýja draslið með því að setja það inn í geymslu. Aftur á móti borgar það sig að dótið í geymslunni þvælist ekki fyrir manni og hægt sé að ganga að hlutunum vísum,“ segir Sólrún Diego höfundur bókanna Skipulag og Heima.

Lífið
Fréttamynd

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr lokaþættinum

Á sunnudaginn var lokaþátturinn í Jólaboð Evu. Í þættinum eldaði Eva Laufey í beinni útsendingu í eldhúsinu heima hjá sér. Fékk hún til sín góða gesti samhliða því sem hún útbjó flotta smárétti sem tilvalið er að bera fram um hátíðirnar eða við annað gott tilefni.

Matur
Fréttamynd

Jóhann Sigurðs­son syngur eitt jóla­legasta lagið

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Sósan sem passar með öllu

Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin.

Lífið