Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Upp­gjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrú­leg endur­koma heima­manna í Kapla­krika

Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hall­grímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast

„Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Á­nægður með orkustigið

Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik.

Íslenski boltinn