Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 16:01
Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 13:31
Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Íslenski boltinn 12. júlí 2025 11:01
Lárus Orri byrjaður að bæta við sig ÍA hefur samið við danskan miðjumann, Jonas Gemmer, sem semur við liðið til ársloka 2027. Um er að ræða fyrstu félagsskipti nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar. Íslenski boltinn 11. júlí 2025 16:43
Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Valur sigraði Flora Tallinn örugglega, 3-0, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og fara Valsmenn með gott veganesti í seinni leikinn í Eistlandi eftir viku. Fótbolti 10. júlí 2025 22:00
„Við erum að gera eitthvað rétt“ Valsmenn mæta Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn ætla sér áfram í næstu umferð. Íslenski boltinn 10. júlí 2025 18:30
Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku. Fótbolti 10. júlí 2025 17:46
Á góðum stað fyrir mikil átök „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. Íslenski boltinn 10. júlí 2025 16:03
Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Risaleikur fer fram á Ísafirði á laugardaginn kemur þegar Vestri og Fram spila um sæti í bikarúrslitaleiknum í ár. Íslenski boltinn 9. júlí 2025 16:33
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 16:32
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 13:01
Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 11:38
Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 10:30
KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 09:32
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 09:01
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7. júlí 2025 18:30
Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 7. júlí 2025 09:00
„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. Íslenski boltinn 6. júlí 2025 18:53
Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 6. júlí 2025 18:00
„Búnir að vera á smá hrakhólum“ „Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 18:50
Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 18:00
Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum „Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 16:18
Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Íslenski boltinn 5. júlí 2025 13:16
Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins. Íslenski boltinn 5. júlí 2025 13:15
ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin ÍR-ingar endurheimtu toppsætið í Lengjudeild karla í fótbolta eftir endurkomusigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Fjölnismenn komust upp úr fallsæti og sendu Leiknismenn þangað í staðinn. Íslenski boltinn 4. júlí 2025 21:28
Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 4. júlí 2025 20:16
Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 4. júlí 2025 13:45
Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. Íslenski boltinn 4. júlí 2025 11:00
Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. Íslenski boltinn 4. júlí 2025 09:35
Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 21:47