Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. Erlent 26. maí 2022 07:47
Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Erlent 25. maí 2022 07:18
Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Erlent 24. maí 2022 06:39
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Innlent 23. maí 2022 23:31
Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Fótbolti 23. maí 2022 19:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. Erlent 23. maí 2022 11:09
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. Erlent 23. maí 2022 07:30
Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Erlent 23. maí 2022 06:53
Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Innlent 22. maí 2022 16:31
„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. Innlent 22. maí 2022 12:27
Vaktin: Herlög gilda í þrjá mánuði í viðbót Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru Erlent 22. maí 2022 10:50
Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Erlent 21. maí 2022 22:25
„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. Erlent 21. maí 2022 20:02
Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. Innlent 21. maí 2022 08:12
Vaktin: Grafa upp lík rússneskra hermanna Síðustu úkraínsku hermennirnir yfirgáfu Azovstal-stálverið í gær og hafa Rússar lýst yfir sigri í borginni Maríupól. Erlent 21. maí 2022 07:16
Loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands Arion banki hefur ákveðið að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands, óháð því hvort að móttakandi sé á lista yfir þvingunaraðgerðir eða ekki. Viðskipti innlent 20. maí 2022 10:07
Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær. Erlent 20. maí 2022 06:32
Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni. Erlent 19. maí 2022 14:23
Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. Erlent 19. maí 2022 11:11
Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Erlent 19. maí 2022 10:02
Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. Erlent 19. maí 2022 06:47
Fimleikakappi dæmdur í árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu opinberlega. Sport 18. maí 2022 15:00
RIFF stendur með Úkraínu og skipuleggur styrktarsýningu Skipuleggjendur RIFF kvikmyndahátíðarinnar hafa ákveðið að vera með styrktarsýningu á Úkraínskri kvikmynd, Stop-Zemlia Lífið 18. maí 2022 13:32
Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18. maí 2022 11:37
Skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir að umræðan um Úkraínustríðið megi ekki stjórnast af Rússahatri. Hann vill að samið verði vopnahlé og kosið um umdeild héröð. Hann kveðst þó ekki vera á sömu línu og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sá sé í veisluglaumnum í Kreml-kastala, en Hannes sjálfur standi með rússneskri alþýðu á Rauða torginu. Innlent 18. maí 2022 09:01
Svíar og Finnar hafa formlega sótt um aðild Svíar og Finnar hafa formlega skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18. maí 2022 07:48
200 ára hlutleysi kastað á glæ Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Skoðun 18. maí 2022 07:00
Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Erlent 18. maí 2022 06:43
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Innlent 17. maí 2022 23:01
Yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði með NATO-aðild Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO. Erlent 17. maí 2022 13:12