Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:50 Nadine syrgir son sinn Oleg Kunynets, einn fjölmargra hermanna Úkraínu, sem fallið hefur í innrás Rússa í austurhéruðum landsins. AP/Emilio Morenatti Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00