Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kemur út sem pankynhneigð

Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar.

Lífið
Fréttamynd

Fá­klædd og glæsi­leg við sund­laugar­bakkann

Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina.

Lífið
Fréttamynd

„Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín

Jasveen Sangha, eða „Ketamín-drottningin“ hefur játað að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamínið sem leiddi til dauða hans. Sangha er ein af fimm sem var ákærð í ágúst í fyrra vegna andláts Perry. Sangha var ákærð fyrir að hafa dreifingu fíkniefna og að hafa dreift fíkniefnum sem leiddi til andláts tveggja manna. 

Erlent
Fréttamynd

Terence Stamp látinn

Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cruise af­þakkaði boð Trump

Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið.

Lífið
Fréttamynd

Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“

Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann.

Lífið
Fréttamynd

Hall og Oates ná sáttum

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Lífið
Fréttamynd

Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endur­komu

Johnny Depp íhugar nú að setja aftur á sig sjóræningjahattinn til að leika Jack Sparrow í sjöttu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Áður hafði Depp sagt að 300 milljónir dala myndu ekki nægja til að fá hann aftur í hlutverkið.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Nýr Rambo fundinn

Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Superstore-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Lífið
Fréttamynd

Geisla­sverð Svart­höfða til sölu

Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna.

Erlent
Fréttamynd

Walking Dead-leikkona látin

Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Dánar­or­sök Ozzy Osbourne ljós

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Loni Ander­son er látin

Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Á­ferðar­fal­legir en óeftirminnilegir fjór­menningar

Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Calvin Harris orðinn faðir

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Lífið