Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Skemmti­legast klæddu á Golden Globe

Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heimili Walter White til sölu eftir ára­langan á­gang að­dá­enda

Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 

Lífið
Fréttamynd

Illa vegið að ís­lenskum bjór

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn.

Lífið
Fréttamynd

John Capodice er látinn

Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood.

Lífið
Fréttamynd

„Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri

Jocelyn Wildenstein, fyrrum milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, er látinn 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. 

Lífið
Fréttamynd

Angus MacInnes er látinn

Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni.

Lífið
Fréttamynd

Pitt og Jolie loksins skilin

Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum.

Lífið
Fréttamynd

Olivia Hussey er látin

Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968.

Erlent
Fréttamynd

Hafi ekki tekið þátt í her­ferð gegn Lively

Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fór með fyrr­verandi í bíó

Hinn 84 ára gamli Al Pacino bauð fyrrverandi kærustunni sinni, hinni 31 árs gömlu Noor Alfallah í bíó. Það vekur sérlega athygli erlendra slúðurmiðla enda Pacino sagt að þau séu einungis vinir.

Lífið
Fréttamynd

Glasi grýtt í and­lit Foxx á af­mæli hans

Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu.

Lífið
Fréttamynd

Selena komin með hring

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Lífið
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hittust bara einu sinni eftir Friends

Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry.

Lífið