Tiger tekur þátt í opna breska Tiger Woods hefur staðfest að hann ætli sér að spila á opna breska meistaramótinu í golfi þó svo hann sé að glíma við hálsmeiðsli. Meiðslin urðu þess valdandi að hann varð að hætta keppni á Players-meistaramótinu fyrir tíu dögum síðan. Golf 18. maí 2010 11:45
Tiger hætti vegna hálsmeiðsla þegar ellefu holur voru eftir Tiger Woods kláraði ekki lokahringinn á Players-meistaramótinu í golfi í nótt þar sem hann varð að hætta vegna hálsmeiðsla þegar hann var búinn með 7 af 18 holum á lokahringnum. Golf 10. maí 2010 09:30
Tiger talsvert frá sínu besta Tiger Woods á litla von um sigur á Players Championshíp-mótinu eftir tvo daga. Tiger er níu höggum á eftir Englendingnum Lee Westwood sem er að spila frábærlega. Golf 8. maí 2010 12:15
Spilar golf með frænku Tiger Woods Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem er einn efnilegasti kylfingur landsins, mun spila golf með frænku Tiger Woods, Cheyenne Woods, næsta vetur. Golf 6. maí 2010 13:00
Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Golf 1. maí 2010 11:30
Tiger mun keppa á Players Championship Tiger Woods hefur staðfest að hann muni keppa á Players Championship-mótinu sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Golf 21. apríl 2010 18:01
Golf Channel komin á Fjölvarpið Stöð 2 Fjölvarp hefur tryggt sér sýningarréttinn á Golf Channel frá og með deginum í dag. Golf Channel er ein virtasta golfstöð heims og hentar kylfingum á öllum aldri, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna kylfinga. Golf 15. apríl 2010 11:00
Tiger tekur líklega þátt á US Open Búið er að staðfesta að Tiger Woods hefur formlega sótt um að taka þátt í US Open á þessu ári. Má því fastlega búast við því að hann taki þátt í mótinu. Golf 14. apríl 2010 19:45
Mickelson upp í annað sæti heimslistans Phil Mickelson hefur endurheimt annað sæti heimslistans eftir sigurinn á Masters. Tiger Woods trónir enn á toppnum en Steve Stricker fellur niður í þriðja sætið. Golf 12. apríl 2010 15:00
Tileinkaði sigurinn eiginkonu sinni Kylfingurinn Phil Mickelson tileinkar sigurinn á Masters eiginkonu sinni sem glímt hefur við brjóstakrabbamein. Golf 12. apríl 2010 12:38
Mickelson sigraði Masters Phil Mickelson vann glæsilegan sigur á Masters-mótinu í golfi sem lauk nú í kvöld. Mickelson lék afar gott golf í dag og vann verðskuldað. Þetta er í þriðja sinn sem Mickelson vinnur Masters. Golf 11. apríl 2010 22:52
Tiger í þriðja sæti - Westwood efstur Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Golf 10. apríl 2010 22:56
Tiger í þriðja sæti á Masters Tiger Woods lék aftur vel á öðum keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi. Tiger kom í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og er sem stendur í þriðja sæti ásamt KJ Choi. Golf 9. apríl 2010 20:03
Tiger tveimur höggum á eftir fremsta manni Fred Couples er efstur á Masters-mótinu eftir fyrsta hring á sex undir pari. Hann hefur leikið frábærlega og náði fjórum fuglum á síðustu sex holunum. Golf 8. apríl 2010 23:34
Tom Watson fer vel af stað - Allra augu á Tiger Hinn gamalreyndi Tom Watson sýndi skínandi spilamennsku á Masters í dag og kom í hús á fimm höggum undir pari. Þessi sextíu ára gamli kylfingur er í forystu sem stendur. Golf 8. apríl 2010 19:11
Tiger byrjar á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 í kvöld Stóri dagurinn er runninn upp. Tiger Woods spilar aftur golf í kvöld á Masters-mótinu og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Golf 8. apríl 2010 13:23
Tiger í auglýsingu með látnum föður sínum - myndband Fyrsta nýja auglýsingin með Tiger Woods, síðan upp komst um framhjáhald hans, var frumsýnd í gær. Hún er frá Nike og er afar sérstök enda vakið mikla athygli. Golf 8. apríl 2010 13:15
Tiger er ekkert sérstakur Tiger Woods mun væntanlega ekki heilsa kylfusveini KJ Choi, Andy Prodger, sérstaklega hlýlega í dag eftir að kylfusveinninn talaði ekkert of fallega um Tiger. Golf 8. apríl 2010 10:00
Matt Kuchar og KJ Choi spila með Tiger Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Golf 6. apríl 2010 17:11
Tiger klökkur yfir móttökunum sem hann hefur fengið Tiger Woods situr fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir Masters mótið en hann stendur yfir. Golf 5. apríl 2010 18:19
Fjölmenni fylgdist með Tiger æfa - myndir Tiger Woods spilaði golf í fyrsta skipti í fimm mánuði fyrir framan áhorfendur í dag. Þá æfði hann á Augusta-vellinum þar sem Masters byrjar í vikunni. Golf 5. apríl 2010 17:00
Ballesteros: Tiger getur unnið Masters Spænska golfgoðsögnin, Seve Ballesteros, hefur tröllatrú á Tiger Woods fyrir Masters og segir að endurkoma hans séu bestu fréttir sem golfið hefur fengið lengi. Golf 24. mars 2010 11:00
Tiger æfði á Augusta-vellinum í gær Degi eftir að Tiger Woods veitti sín fyrstu viðtöl á árinu var hann kominn út á Augusta-golfvöllinn að æfa sig. Á þessum fræga velli fer Masters-mótið fram sem verður fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan upp komst um framhjáhald hans í nóvember á síðasta ári. Golf 23. mars 2010 14:30
Tiger: Ég hef gert marga slæma hluti - myndband Tiger Woods veitti tvö viðtöl í gær og eru það fyrstu viðtölin eftir að vandræðin í einkalífi hans komu í ljós. Golf 22. mars 2010 09:15
Nicklaus hissa á Woods Gamla golfgoðsögnin Jack Nicklaus segist lítið skilja í þeirri ákvörðun Tiger Woods að spila ekki á neinu móti áður en hann mætir á Masters. Golf 19. mars 2010 22:15
Fyrrum klámmyndastjarna birtir sms frá Tiger Joslyn James, fyrrum klámmyndastjarna, hefur birt yfir 100 sms-skilaboð sem hún segir vera frá Tiger Woods á heimasíðu sinni til þess að sanna að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við kylfinginn. Golf 19. mars 2010 18:00
Ferill Olazabal í hættu Óvissa ríkir um framtíð Jose Maria Olazabal í golfinu vegna þrálátra meiðsla Spánverjans. Hann hefur dregið þátttöku sína á Masters-mótinu til baka. Golf 19. mars 2010 10:45
Obama: Tiger verður enn frábær kylfingur Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í næsta mánuði þegar hann keppir á Masters-mótinu í golfi. Colin Montgomerie, fyrirliði evrópska Ryder-liðsins, fagnar endurkomu hans. Golf 18. mars 2010 13:30
Tiger snýr aftur á Masters Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið. Golf 16. mars 2010 15:28
Golfmót sýnt í þrívídd Brotið verður blað í næsta mánuði þegar sýnt verður beint frá íþróttaviðburði í sjónvarpi í þrívídd. Golf 16. mars 2010 14:00