Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið 11. apríl 2011 11:15 Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. AP Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 17 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. Woods, sem hefur sigrað fjórum sinnum á Masters, hóf lokadaginn sjö höggum á eftir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, sem var efstur á -12. Woods var í miklum ham á fyrri 9 holunum og aðeins einu höggi frá því að jafna mótsmetið sem er 30 högg. Það má segja að Woods hafi gert út um möguleika sína á 15. Flöt þar sem hann var í góðu færi til þess að fá örn (-2) en boltinn fór rétt framhjá holunni. Að lokum þurfti Woods að sætta sig við að enda fjórum höggum á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á -14. Woods sagði eftir hringinn að hann hafi alls ekki nýtt þau færi sem hann kom sér í – pútterinn var ekki „heitur" og það dugir skammt í slíkri keppni. „Ég átti að leika síðari 9 holurnar á 3-4 undir pari, ég kom mér í færin en ég nýtti þau ekki. Fyrri 9 holurnar voru góðar en síðari 9 holurnar ekki. Þar átti ég að gera betur," sagði Woods en hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti í 18 mánuði. Golf Tengdar fréttir Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 17 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. Woods, sem hefur sigrað fjórum sinnum á Masters, hóf lokadaginn sjö höggum á eftir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, sem var efstur á -12. Woods var í miklum ham á fyrri 9 holunum og aðeins einu höggi frá því að jafna mótsmetið sem er 30 högg. Það má segja að Woods hafi gert út um möguleika sína á 15. Flöt þar sem hann var í góðu færi til þess að fá örn (-2) en boltinn fór rétt framhjá holunni. Að lokum þurfti Woods að sætta sig við að enda fjórum höggum á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á -14. Woods sagði eftir hringinn að hann hafi alls ekki nýtt þau færi sem hann kom sér í – pútterinn var ekki „heitur" og það dugir skammt í slíkri keppni. „Ég átti að leika síðari 9 holurnar á 3-4 undir pari, ég kom mér í færin en ég nýtti þau ekki. Fyrri 9 holurnar voru góðar en síðari 9 holurnar ekki. Þar átti ég að gera betur," sagði Woods en hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti í 18 mánuði.
Golf Tengdar fréttir Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50
Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti