Golf

Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters

Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum.
Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum. AP
Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu.

Staðan á mótinu:

McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari en Frakkinn Gregory Bourdy er annar á 10 höggum undir pari líkt og Matteo Manassero frá Ítalíu og Svíinn Alexander Noren.

Charl Schwartzel frá Suður-Afríku, sem sigraði á Mastersmótinu um s.l.helgi er á -2 og er langt frá sínu besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×