Molinari hafði betur gegn besta kylfingi heims í Kína Ítalinn Francesco Molinari sigraði á HSBC Champions golfmótinu sem lauk í morgun í Sanghæ, Kína. Molinari lék samtals á 19 höggum undir pari og lék einu höggi betur en besti kylfingur heims, Englendingurinn Lee Westwood, sem varð annar. Þeir tveir voru í algjörum sérflokki í mótinu. Golf 7. nóvember 2010 14:30
Molinari heldur sínu strik í Kína Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari heldur sínu striki á HSBC golfmótinu í Kína en hann lék á 70 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Samtals er Molinari á 9 höggum undir pari og er hann með eitt högg í forskot á Lee Westwood frá Englandi sem er efstur á heimslistanum þessa stundina. Tiger Woods hefur ekki náð sér á strik á mótinu. Sport 5. nóvember 2010 11:56
Tiger byrjaði ágætlega í Kína Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Golf 4. nóvember 2010 09:00
Tiger í efsta sæti í tæplega 12 ár Tiger Woods segir að það hafi alls ekki komið sér á óvart að enski kylfingurinn Lee Westwood velti honum úr efsta sæti heimslistans í gær. Woods hafði verið í efsta sæti heimslistans 281 viku samfellt og samtals í rétt um 12 ár. Golf 2. nóvember 2010 14:45
Westwood kominn á topp heimslistans í golfi Það urðu kaflaskil í golfheiminum í dag þegar Englendingurinn Lee westwood hrifsaði toppsæti heimslistans af Tiger Woods. Tiger hafði setið á toppi listans samfleytt í 281 viku. Golf 1. nóvember 2010 21:15
Íslenska golflandsliðið í 19. sæti á HM í Argentínu Íslenska karlalandsliðið i golfi endaði í 19. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk í Argentínu í kvöld. Íslenska liðið lék alls á 447 höggum eða 24 höggum meira en heimsmeistarar Frakka. Golf 31. október 2010 22:45
Íslenska golflandsliðið í 26. sæti fyrsta dag á HM Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 26. til 32. sæti eftir fyrsta dag í Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í golfi sem hófst í gær í Argentínu. Golf 29. október 2010 10:30
Íslenska liðið spilaði vel í dag Íslenska landsliðið í golfi er komið upp í 21.-26. sæti á HM áhugamannalandsliða í golfi sem nú fer fram í Argentínu. Golf 29. október 2010 00:01
Ísland byrjar ágætlega í Argentínu Ísland hóf í dag keppni í heimsmeistarakeppni áhugamannalandsliða í golfi en mótið fer fram í Argentínu. Golf 28. október 2010 21:58
Daly: Ég spilaði betur þegar ég var fullur Kylfingurinn skrautlegi John Daly bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir og það hefur hann margoft sannað. Daly hefur átt í vandræðum með áfengi, fíkniefni sem og vigtina á skrautlegum ferli. Golf 27. október 2010 19:45
Íslenska kvennaliðið í 42. sæti á HM Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 42. sæti ásamt Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Argentínu sem lauk í dag. Íslenska liðið lék samtals á 609 höggum. Golf 23. október 2010 23:00
Kim er hinn nýi John Daly Kylfingurinn Anthony Kim virðist smám saman vera að taka við partý-kyndlinum í golfinu af John Daly. Golf 21. október 2010 13:00
Sex íslenskir kylfingar taka þátt í HM áhugamanna í Argentínu Ísland sendir bæði karla- og kvennalið á Heimsmeistarakeppni áhugamanna í golfi sem fer að þessu sinni fram í Argentínu. Heimsmeistarakeppnin var fyrst haldin árið 1958 og er haldið á tveggja ára fresti. Golf 19. október 2010 19:30
Tiger: Fór í sjálfsskoðun og leist ekki vel á það sem ég sá Tiger Woods segist hafa lært gríðarlega mikið á undaförnu ári þó svo hann hafi ekki unnið neitt á árinu. Árið hefur verið rússíbanareið fyrir kylfinginn sem segist vera orðinn sáttari við sjálfan sig en hann var þegar hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í apríl. Golf 19. október 2010 15:30
Harrington náði loksins sigri Írski kylfingurinn Padraig Harrington batt enda á tveggja ára sigurleysi með sigri í Malasíu í dag. Þessi þrefaldi risameistari vann Iskandar Johor Open mótið nokkuð örugglega og var þremur höggum á undan næsta kylfingi. Golf 17. október 2010 15:30
Tiger missir toppsætið um mánaðarmótin Langri veru Tiger Woods á toppi heimslistans í golfi lýkur að öllu óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Golf 11. október 2010 19:00
Colin Montgomerie: Olazábal ætti að verða næsti fyrirliði Evrópu Colin Montgomerie verður ekki fyrirliði evrópska liðsins þegar Ryder-bikarinn fer fram í Bandaríkjunum eftir tvö ár en Montgomerie stýrði evrópska liðinu til sigurs í Ryder-bikarnum í gær. Næsti Ryder-bikarinn fer fram í Chicago árið 2012 og Montgomerie vill að Spánverjinn José María Olazábal taki við stöðu hans þar. Golf 5. október 2010 14:30
Evrópa vann Ryder-bikarinn Keppnislið Evrópu vann í dag lið Bandaríkjanna í Ryder-keppninni í golfi með minnsta mögulega mun - fjórtán og hálfum vinningi gegn þrettán og hálfum. Golf 4. október 2010 14:37
Evrópa er 12-9 yfir þegar fimm leikjum er lokið í dag Evrópumönnum vantar aðeins 2,5 stig til viðbótar til þess að endurheimta Ryder-bikarinn í golfi þegar fimm leikjum er lokið á lokadegi keppninnar sem fer nú í fyrsta sinn fram á mánudegi. Golf 4. október 2010 12:45
Evrópa leiðir fyrir lokadaginn Lið Evrópu tók heldur betur við sér í Ryder-bikarnum í dag. Liðið var tveim vinningum undir, 6-4, þegar dagurinn í dag hófst en leiðir með þrem vinningum eftir daginn. Fótbolti 3. október 2010 17:21
Fyrsta skipti sem Ryderbikarinn klárast á mánudegi Enn varð að fresta keppni í Ryder-bikarnum í morgun og þar með er ljóst að ekki tekst að klára mótið í dag. Því mun ljúka á morgun. Golf 3. október 2010 11:45
Bandaríkin yfir en Evrópa sækir á Bandaríkin leiða í Ryderbikarnum, 6-4, en lið Evrópu er í fínni stöðu til þess að komast yfir er keppnin heldur áfram á morgun. Golf 2. október 2010 19:30
Bandaríkjamenn leiða í Ryder-bikarnum Það tókst að klára fyrstu umferðina í Ryder-bikarnum í morgun og eftir hana hafa Bandaríkjamenn nauma forystu. Þeir nældu í tvo og hálfan vinning á meðan Evrópa fékk einn og hálfan. Golf 2. október 2010 10:43
Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Golf 1. október 2010 19:30
Of mikið gert úr erjum Tiger og McIlroy Fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr þeim orðum Norður-Írans Rory McIlroy að Tiger Woods sé ekki upp á sitt besta og hann vilji leggja hann af velli í Ryder-bikarnum. Golf 30. september 2010 16:45
McIlroy vill ólmur mæta Tiger Norður-Írinn Rory McIlroy er fullur sjálfstrausts fyrir Ryder Cup og segist vilja mæta Tiger Woods í mótinu enda sé hann ekki lengur sami kylfingurinn og hann var. Golf 29. september 2010 09:26
Poulter ætlar að nota Twitter Kylfingurinn Ian Poulter segir það ekki vera rétt að leikmenn Evrópu í Ryder Cup séu í Twitter-banni og hann ætlar að halda áfram að nota samskiptavefinn meðan á mótinu stendur. Golf 28. september 2010 09:30
Bannað að nota Twitter Fyrirliðar liðanna í Ryder-bikarnum hafa gert með sér samkomulag um að leikmenn liðanna megi ekki nota Twitter-samskiptasíðuna þar til mótinu er lokið. Golf 27. september 2010 16:45
Furyk fékk 11 milljónir dollara Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk mokaði inn peningum á golfvellinum í gær. Hann vann þá Tour championship mótið og tryggði sér um leið FedEx-bikarinn. Golf 27. september 2010 10:10
Kylfusveinarnir fljúga á fyrsta farrými Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, fær ekki að fljúga með Tiger Woods á Ryder Cup þar sem Tiger stóð sig ekki nógu vel og var tekinn inn í bandaríska liðið sem aukamaður. Golf 23. september 2010 19:45