Golf

Golfklúbbur Reykjavíkur í úrslit í karla- og kvennaflokki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andri Þór Björnsson og Ragnhildur Sigurðardóttir verða í eldlínunni með sveitum GR á morgun.
Andri Þór Björnsson og Ragnhildur Sigurðardóttir verða í eldlínunni með sveitum GR á morgun. Mynd/Stefán
Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, mætast í úrslitum í 1. deild karla í Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Í úrslitum í 1. deild í kvennaflokki mætast GR og Keilir. GR á titil að verja í báðum flokkum.

Í 1. deild karla mættust GR og Golfklúbburinn Kjölur, GKJ, í undanúrslitum í dag og hafði GR sigur 3-2. Hvort lið vann tvær viðureignir í tvímenningi en GR hafði betur í fjórmenningi.

GR mætir GKG í úrslitum sem vann nokkuð öruggan sigur á Golfklúbbi Vestmannaeyja, GV, 4-1.

Í 1. deild kvenna mætast GR og Keilir, GK, í úrslitum. GR vann stórsigur 5-0 á liði GKG í undanúrslitum í dag. GK vann sömuleiðis nokkuð öruggan sigur 4-1 á GKJ í undanúrslitum.

Úrslitaeinvígin hefjast um tíu leytið í fyrramálið. Karlaeinvígið fer fram á Leirdalsvelli hjá GKG en í kvennaflokki er leikið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.


Tengdar fréttir

GR í góðum málum eftir riðlana í Sveitakeppninni

Golfklúbbur Reykjavíkur er í góðri stöðu í karla og kvennaflokki í Sveitakeppninni í golfi. Bæði lið urðu í efsta sæti í sínum riðli og spila í undanúrslitum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×