Ólafur Björn í skýjunum: Þarf að útvega mér kylfusvein fyrir PGA-mótið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2011 22:52 Ólafur Björn vann einstakt afrek í íslenskri golfsögu í dag. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafur Björn Loftsson í Nesklúbbnum segir tilfinninguna ólýsanlega að hafa tryggt sér sæti á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu sem fram fer í næstu viku. Margir af bestu kylfingum heims verða meðal keppenda á mótinu. Ólafur Björn tryggði sér sæti á PGA-mótinu með því að sigra á Cardinal-áhugamannamótinu í Norður-Karólínu í dag. „Maður hefur varla fengið tækifæri til þess að setjast niður og pæla í þessu en hún er ólýsanleg tilfinningin sem ríkir," sagði Ólafur Björn þegar undirritaður náði af honum tali. Ólafur var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag, höggi á eftir efsta manni. „Ég var að spila eitt besta golf mitt á ferlinum. Þetta er hörkumót og sterkir spilarar. Ég vissi að til þess að sigra á mótinu þyrfti ég að eiga stjörnuhring. Ég gaf tóninn strax á fyrstu holunum. Fékk þrjá fugla á fyrstu þremur og fimm fugla á fyrstu átta. Það var mikið sjálfstraust í leik mínum í dag og ég hafði fulla trú á verkefninu allan tímann. Þetta er bara ótrúlega gaman," sagði Ólafur Björn skiljanlega í skýjunum með árangurinn. Svo virðist sem Ólafur sé með stáltaugar miðað við frammistöðu hans um helgina. Hann segist kunna ágætlega við pressuna. „Það var mikið í húfi og að sjálfsögðu mikil pressa að spila við svona aðstæður þegar maður á tækifæri á að vinna sér þátttökurétt á PGA-móti. En ég hef verið í þessum sporum áður á stórmótum og líður ágætlega undir pressu. Ég slæ oftast mín bestu högg undir álagi og kann vel við mig í þeim sporum. Ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið að taka þátt á mótinu í næstu viku. Það verður mikil lífsreynsla." Púttin skiluðu sigrinumÓlafur hefur spilað áður á Cardinal-vellinum sem hann segir henta sér vel. Völlinn í Greensboro, sem spilað verður á í PGA-mótinu, hefur Ólafur hins vegar aldrei spilað áður. „Ég hef aldrei komið á þennan völl og veit ekkert um hann. Það eina sem ég hef séð var í sjónvarpinu í fyrra. Næstu þrír dagar fara í að fara yfir völlinn. Það er reyndar ýmislegt í mínum leik sem ég þarf að laga. Ég var ekki að drive-a neitt sérstaklega í þessu móti. En ég var góður í að koma boltanum í leik og spila inn á mína styrkleika. Það tókst mjög vel í mótinu." Ólafur segir púttin þó vafalaust hafa skilað sér sigrinum. „Ég var að pútta mjög vel og af miklu öryggi. Ég var mjög agressívur og ákveðinn. Maður vinnur ekki mót án þess að fá mikið af fuglum. Það er rosalega gaman að hlutirnir falli svona með manni og klára mótið með stæl. Þetta er ótrúlega góð tilfinning." Ólafur segist ekkert hafa unnið sérstaklega í púttunum undanfarið. Stutta spilið hafi hins vegar alltaf verið hans styrkleiki, púttin og vippin. „Ég hef verið að pútta vel að undanförnu og það var bara tímaspursmál hvenær púttin færu að detta niður hjá mér í gríð og erg. Ég er með mikið sjálfstraust um þessar mundir. Ég held að þetta hafi verið sjötti hringurinn í röð sem ég spila undir pari. Ég er að spila vel og hlakka mikið til að taka þátt í mótinu í næstu viku." Ólafur segist hafa verið meðvitaður um góðan möguleika sinn að komast á PGA-mótið tækist honum að sigra. Það hafi verið bakvið eyrað á honum allt mótið. „Auðvitað er mikilvægt að halda sér í núinu og hugsa um eitt högg í einu, vera rólegur yfir þessu. En ég get ekki logið því að ég hugsi ekki um þetta. Þetta fór oft í gegnum hugann og ekki hægt að ýta þessu frá sér meðan maður er að spila. En maður reynir eins og maður getur að taka eitt högg í einu og ég held að það hafi tekist vel í dag að vera yfirvegaður og þolinmóður. En á sama tíma að spila grimmt og spila til sigurs." Hlakkar til að mæta heimsins bestu golfurumÓlafur segist eflaust þurfa að fara í ýmsar útréttingar fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Meðal þess sem hann þarf að gera er að útvega sér kylfusvein. „Ég er með tvo einstaklinga í huga. Annars vegar fyrrverandi þjálfara minn í Charlotte og hins vegar tengdason mannsins sem ég gisti hjá á meðan á mótinu hér stóð. Hann hefur verið kylfusveinn áður á Nationwide-mótaröðinni og er mjög reyndur. Ég fæ vonandi annan þessara mannan til þess að hjálpa mér í næstu viku. Þ Það eru kunnugleg andlit skráð til leiks á PGA-mótið á fimmtudaginn. Meðal þeirra sem skráðir eru til leiks eru Justin Leonard, Jim Furyk, Vijay Singh og Angel Cabrera. „Þetta er ótrúlega gaman og ég hlakka mjög mikið til að standa við hliðina á þessum köppum á æfingasvæðinu og spila með þeim." Ólafur Björn er hvergi banginn þrátt fyrir að þekkt andlit af skjánum verði í kringum hann á mótinu. „Ég er með mikið sjálfstraust og ég ætla inn í þetta mót eins og hvert annað mót. Ég ætla ekkert bara inn í það til að vera með. Ég ætla að fara þangað til þess að standa sig. Maður gerir að sjálfsögðu alltaf sitt besta en ég ætla ekki að sýna þessum gaurum alltof mikla virðingu. Ég ætla að spila minn leik og sjáum við til hvernig það fer."Nánari upplýsingar um Cardinal-mótið má sjá hér.Heimasíða Wyndham PGA-mótsins í Greensboro. Golf Tengdar fréttir Frábært afrek hjá Ólafi Birni - keppir á PGA-móti í næstu viku Ólafur Björn Loftsson vann ótrúlegt afrek í dag þegar hann vann Cardinal-áhugamannamótið í golfi sem fór fram í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Wyndham Championship-mótinu sem fram fer í næstu viku og er á PGA-mótaröðinni. 14. ágúst 2011 19:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson í Nesklúbbnum segir tilfinninguna ólýsanlega að hafa tryggt sér sæti á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu sem fram fer í næstu viku. Margir af bestu kylfingum heims verða meðal keppenda á mótinu. Ólafur Björn tryggði sér sæti á PGA-mótinu með því að sigra á Cardinal-áhugamannamótinu í Norður-Karólínu í dag. „Maður hefur varla fengið tækifæri til þess að setjast niður og pæla í þessu en hún er ólýsanleg tilfinningin sem ríkir," sagði Ólafur Björn þegar undirritaður náði af honum tali. Ólafur var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag, höggi á eftir efsta manni. „Ég var að spila eitt besta golf mitt á ferlinum. Þetta er hörkumót og sterkir spilarar. Ég vissi að til þess að sigra á mótinu þyrfti ég að eiga stjörnuhring. Ég gaf tóninn strax á fyrstu holunum. Fékk þrjá fugla á fyrstu þremur og fimm fugla á fyrstu átta. Það var mikið sjálfstraust í leik mínum í dag og ég hafði fulla trú á verkefninu allan tímann. Þetta er bara ótrúlega gaman," sagði Ólafur Björn skiljanlega í skýjunum með árangurinn. Svo virðist sem Ólafur sé með stáltaugar miðað við frammistöðu hans um helgina. Hann segist kunna ágætlega við pressuna. „Það var mikið í húfi og að sjálfsögðu mikil pressa að spila við svona aðstæður þegar maður á tækifæri á að vinna sér þátttökurétt á PGA-móti. En ég hef verið í þessum sporum áður á stórmótum og líður ágætlega undir pressu. Ég slæ oftast mín bestu högg undir álagi og kann vel við mig í þeim sporum. Ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið að taka þátt á mótinu í næstu viku. Það verður mikil lífsreynsla." Púttin skiluðu sigrinumÓlafur hefur spilað áður á Cardinal-vellinum sem hann segir henta sér vel. Völlinn í Greensboro, sem spilað verður á í PGA-mótinu, hefur Ólafur hins vegar aldrei spilað áður. „Ég hef aldrei komið á þennan völl og veit ekkert um hann. Það eina sem ég hef séð var í sjónvarpinu í fyrra. Næstu þrír dagar fara í að fara yfir völlinn. Það er reyndar ýmislegt í mínum leik sem ég þarf að laga. Ég var ekki að drive-a neitt sérstaklega í þessu móti. En ég var góður í að koma boltanum í leik og spila inn á mína styrkleika. Það tókst mjög vel í mótinu." Ólafur segir púttin þó vafalaust hafa skilað sér sigrinum. „Ég var að pútta mjög vel og af miklu öryggi. Ég var mjög agressívur og ákveðinn. Maður vinnur ekki mót án þess að fá mikið af fuglum. Það er rosalega gaman að hlutirnir falli svona með manni og klára mótið með stæl. Þetta er ótrúlega góð tilfinning." Ólafur segist ekkert hafa unnið sérstaklega í púttunum undanfarið. Stutta spilið hafi hins vegar alltaf verið hans styrkleiki, púttin og vippin. „Ég hef verið að pútta vel að undanförnu og það var bara tímaspursmál hvenær púttin færu að detta niður hjá mér í gríð og erg. Ég er með mikið sjálfstraust um þessar mundir. Ég held að þetta hafi verið sjötti hringurinn í röð sem ég spila undir pari. Ég er að spila vel og hlakka mikið til að taka þátt í mótinu í næstu viku." Ólafur segist hafa verið meðvitaður um góðan möguleika sinn að komast á PGA-mótið tækist honum að sigra. Það hafi verið bakvið eyrað á honum allt mótið. „Auðvitað er mikilvægt að halda sér í núinu og hugsa um eitt högg í einu, vera rólegur yfir þessu. En ég get ekki logið því að ég hugsi ekki um þetta. Þetta fór oft í gegnum hugann og ekki hægt að ýta þessu frá sér meðan maður er að spila. En maður reynir eins og maður getur að taka eitt högg í einu og ég held að það hafi tekist vel í dag að vera yfirvegaður og þolinmóður. En á sama tíma að spila grimmt og spila til sigurs." Hlakkar til að mæta heimsins bestu golfurumÓlafur segist eflaust þurfa að fara í ýmsar útréttingar fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Meðal þess sem hann þarf að gera er að útvega sér kylfusvein. „Ég er með tvo einstaklinga í huga. Annars vegar fyrrverandi þjálfara minn í Charlotte og hins vegar tengdason mannsins sem ég gisti hjá á meðan á mótinu hér stóð. Hann hefur verið kylfusveinn áður á Nationwide-mótaröðinni og er mjög reyndur. Ég fæ vonandi annan þessara mannan til þess að hjálpa mér í næstu viku. Þ Það eru kunnugleg andlit skráð til leiks á PGA-mótið á fimmtudaginn. Meðal þeirra sem skráðir eru til leiks eru Justin Leonard, Jim Furyk, Vijay Singh og Angel Cabrera. „Þetta er ótrúlega gaman og ég hlakka mjög mikið til að standa við hliðina á þessum köppum á æfingasvæðinu og spila með þeim." Ólafur Björn er hvergi banginn þrátt fyrir að þekkt andlit af skjánum verði í kringum hann á mótinu. „Ég er með mikið sjálfstraust og ég ætla inn í þetta mót eins og hvert annað mót. Ég ætla ekkert bara inn í það til að vera með. Ég ætla að fara þangað til þess að standa sig. Maður gerir að sjálfsögðu alltaf sitt besta en ég ætla ekki að sýna þessum gaurum alltof mikla virðingu. Ég ætla að spila minn leik og sjáum við til hvernig það fer."Nánari upplýsingar um Cardinal-mótið má sjá hér.Heimasíða Wyndham PGA-mótsins í Greensboro.
Golf Tengdar fréttir Frábært afrek hjá Ólafi Birni - keppir á PGA-móti í næstu viku Ólafur Björn Loftsson vann ótrúlegt afrek í dag þegar hann vann Cardinal-áhugamannamótið í golfi sem fór fram í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Wyndham Championship-mótinu sem fram fer í næstu viku og er á PGA-mótaröðinni. 14. ágúst 2011 19:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Frábært afrek hjá Ólafi Birni - keppir á PGA-móti í næstu viku Ólafur Björn Loftsson vann ótrúlegt afrek í dag þegar hann vann Cardinal-áhugamannamótið í golfi sem fór fram í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Wyndham Championship-mótinu sem fram fer í næstu viku og er á PGA-mótaröðinni. 14. ágúst 2011 19:00