Útlitið gott fyrir Bandaríkjamenn - Óþekkt nöfn berjast um sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2011 06:00 Brendan Steele hefur farið á kostum á fyrstu 54 holunum. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann meðhöndlar pressuna í dag. Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira