

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.
Tónleikarnir byrjuðu ekki vel, en tvö tónverk eftir Hafdísi Bjarnadóttur björguðu þeim.
Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt til að tala um.
Þriðja sinfónía Brahms var slöpp, en einleikur Évgenís Kissin í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs bætti það upp og vel það. Hann ætti að fá sjö stjörnur í það minnsta.
Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersónunnar ber söguna uppi.
Hlý og bráðskemmtileg saga með vel dregnum persónum og sterkum höfundareinkennum.
Gaukar er meinlaust en mannlegt verk sem kemur ekki mikið á óvart en hægt að mæla með þrátt fyrir hnökra í handritinu.
Sýningin er sigur fyrir Unu leikstjóra, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikkonurnar Guðrúnu og Elmu. Of áköf dramatúrgía skekkir hins vegar það að myndin af Herru sé heil.
Myndin skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu.
Sérdeilis magnaðir tónleikar með frábærum einleikara, Evu Þórarinsdóttur.
Svo frábær er leikur Björns Thors að illa grundað handrit nær ekki að halda honum niðri. Góð skemmtun.
GOOD/BYE er einfalt og skýrt verk og mjög gott til áhorfs. Efnið gaf þó tilefni til átakameiri úrvinnslu.
Flottir tónleikar með frábærri söngkonu og fjórum afburða sellóleikurum.
Ánægjulegt að sjá stórleikkonur á sviðinu, en sú ánægja er skammær þegar í ljós kemur að umfjöllunarefnið er þrautpínd saga.
Plastútgáfa af þunnri sögu. Litskrúðug sviðsetning, dúndrandi tónlist og flóknar tæknibrellur en skilur lítið eftir sig.
Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður.
Eins og endranær svíkur Lína Langsokkur engan. Bráðskemmtileg sýning þar sem aukaleikararnir skína.
Áheyrileg en daufleg tónlist sem var auk þess ekki nógu skemmtilega útsett.
Fágaðir tónleikar sem minntu um stund á leiksýningu.
Ekki gallalausir tónleikar, en þeir voru skemmtilegir og sumt var frábært.
Upphafstónleikar vetrardagskrár Sinfóníuhljómsveitarinnar ollu vonbrigðum.
Vel heppnað dansfestival sem sýndi hversu sterka danshöfunda við eigum hér á landi.
Myndin er vel gerð að mörgu leyti en handritið er slappt og óljóst sem veldur því að lítið gerist sem snertir mann.
Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá.
Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda.
Áhugavert leikhúsform sem vert er að fylgjast með og hópurinn á frábæra spretti þegar vel tekst til.
Ótrúlegt verk byggt á áhugaverðum pælingum, ómældum hæfileikum, einlægni, og húmor
Áhugaverð sviðslistatilraun sem hittir reglulega beint í hjartastað en þyrfti skýrari driffjöður.
Stórkostlegur flutningur. Með flottustu klassísku tónleikum ársins.
Tónlistarflutningurinn var flottur, en hljómburðurinn flatti tónlistina út.