Sumt er innblásið Jónas Sen skrifar 13. nóvember 2014 16:00 Upphaf Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg. Gagnrýni Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg.
Gagnrýni Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira