Ástin er ekki sinueldur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:30 Ástarmeistarinn. Bækur: Ástarmeistarinn Oddný Eir Ævarsdóttir BjarturOddný Eir Ævarsdóttir hlaut einróma lof fyrir síðustu bók sína Jarðnæði sem á dögunum hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Það var fyllilega verðskuldað lof og það er því með talsverðri eftirvæntingu sem maður hefur lesturinn á nýju skáldsögunni hennar Ástarmeistaranum. Eins og nafnið bendir til er ástin hér í forgrunni en sagan er þó nánast eins langt frá hefðbundinni ástarsögu og hægt er að komast. Þetta er engin „strákur hittir stelpu og eftir smá misskilning og spillandi afskipti vonds fólks ná þau saman og lifa hamingjusöm upp frá því“. Svo óralangt frá því. Hér eru reyndar ýmis ljón í vegi elskendanna, en ljónin eru flest innra með þeim sjálfum og alfarið á þeirra sjálfra ábyrgð að takast á við þau. Eftir hálfmisheppnaða tilraun til að ná saman í holdinu bregða elskendurnir verðandi á það ráð að skrifast á, tefla bréfskák, í leit sinni að ástinni. Hverju bréfi lýkur með einum leik í skákinni, sem reyndar segir þeim sem hvorki þekkir haus né sporð á skák ansi lítið, en er skemmtilegt tvist. Leikurinn berst víða og elskendurnir ganga fram af bæði sjálfum sér og öðrum í tilraunum sínum til að finna uppsprettu ástarinnar og þó enn frekar kynorkunnar. Kynorkulaus manneskja getur ekki kynnst ástinni samkvæmt þessari bók. Bókin ber skýr höfundareinkenni Oddnýjar Eirar; hina fersku sýn á mannlegt eðli og náttúruna, bæði innan manns og utan, kristaltæran stíl þar sem nánast hvert orð er þrungið merkingu og ekkert japl og jaml og fuður, og heimspekilega nálgun á viðfangsefnið. Undirtónninn er þó háerótískur en meira að segja samfaralýsingar, sem alltof oft vilja verða yfirmáta tilgerðarlegar eða klénar vísanir í klámbókmenntir, tekst henni að gera hreinar og beinar, fullkomlega eðlilegan lið í lýsingum á daglegu lífi fólks og athöfnum. Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispursleysi.Oddný Eir Ævarsdóttir. „Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispursleysi,“ segir Friðrika Benónýsdóttir. Vísir/ValliPersónusköpunin er svo kapítuli út af fyrir sig. Aðalpersónurnar Fjölnir og Anna eru vel skapaðar og tiltölulega venjulegar manneskjur sem við þekkjum öll en aukapersónur fá gjarna ýktari drætti og eru sumar hverjar frekar goðsögulegar staðalímyndir en eftirmyndir raunverulegs fólks. Það er þó greinilega ekki fyrir neina slysni því þannig tekst höfundi að láta þær vísa út fyrir verkið í ýmis önnur verk, bæði forn og ný, og bæta þannig enn einni vídd við söguna. Undirtitill bókarinnar er Blindskák, sem á vel við og tengist bæði skákþemanu fyrrnefnda og þeirri staðreynd að ástin er alltaf ófyrirsjáanleg og engin leið að segja fyrir um næsta leik. Raunar mætti lesa þessa sögu sem kennslubók í ástarleit en hún er þó mun breiðari og umfangsmeiri en svo að slíkur stimpill eigi við. Hér er einfaldlega öll lífshamingjan undir. Fyrst og fremst er þó Ástarmeistarinn fantalega skemmtileg og frumleg saga sem fær lesandann til að hugsa málin upp á nýtt og sjá ástina og lífið frá óvæntu sjónarhorni. Það er sannarlega ekkert smá afrek.Niðurstaða:Frumleg og fersk ástarsaga sem opnar lesandanum nýjar víddir. Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Ástarmeistarinn Oddný Eir Ævarsdóttir BjarturOddný Eir Ævarsdóttir hlaut einróma lof fyrir síðustu bók sína Jarðnæði sem á dögunum hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Það var fyllilega verðskuldað lof og það er því með talsverðri eftirvæntingu sem maður hefur lesturinn á nýju skáldsögunni hennar Ástarmeistaranum. Eins og nafnið bendir til er ástin hér í forgrunni en sagan er þó nánast eins langt frá hefðbundinni ástarsögu og hægt er að komast. Þetta er engin „strákur hittir stelpu og eftir smá misskilning og spillandi afskipti vonds fólks ná þau saman og lifa hamingjusöm upp frá því“. Svo óralangt frá því. Hér eru reyndar ýmis ljón í vegi elskendanna, en ljónin eru flest innra með þeim sjálfum og alfarið á þeirra sjálfra ábyrgð að takast á við þau. Eftir hálfmisheppnaða tilraun til að ná saman í holdinu bregða elskendurnir verðandi á það ráð að skrifast á, tefla bréfskák, í leit sinni að ástinni. Hverju bréfi lýkur með einum leik í skákinni, sem reyndar segir þeim sem hvorki þekkir haus né sporð á skák ansi lítið, en er skemmtilegt tvist. Leikurinn berst víða og elskendurnir ganga fram af bæði sjálfum sér og öðrum í tilraunum sínum til að finna uppsprettu ástarinnar og þó enn frekar kynorkunnar. Kynorkulaus manneskja getur ekki kynnst ástinni samkvæmt þessari bók. Bókin ber skýr höfundareinkenni Oddnýjar Eirar; hina fersku sýn á mannlegt eðli og náttúruna, bæði innan manns og utan, kristaltæran stíl þar sem nánast hvert orð er þrungið merkingu og ekkert japl og jaml og fuður, og heimspekilega nálgun á viðfangsefnið. Undirtónninn er þó háerótískur en meira að segja samfaralýsingar, sem alltof oft vilja verða yfirmáta tilgerðarlegar eða klénar vísanir í klámbókmenntir, tekst henni að gera hreinar og beinar, fullkomlega eðlilegan lið í lýsingum á daglegu lífi fólks og athöfnum. Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispursleysi.Oddný Eir Ævarsdóttir. „Maður tekur ofan fyrir slíku tilgerðarlausu hispursleysi,“ segir Friðrika Benónýsdóttir. Vísir/ValliPersónusköpunin er svo kapítuli út af fyrir sig. Aðalpersónurnar Fjölnir og Anna eru vel skapaðar og tiltölulega venjulegar manneskjur sem við þekkjum öll en aukapersónur fá gjarna ýktari drætti og eru sumar hverjar frekar goðsögulegar staðalímyndir en eftirmyndir raunverulegs fólks. Það er þó greinilega ekki fyrir neina slysni því þannig tekst höfundi að láta þær vísa út fyrir verkið í ýmis önnur verk, bæði forn og ný, og bæta þannig enn einni vídd við söguna. Undirtitill bókarinnar er Blindskák, sem á vel við og tengist bæði skákþemanu fyrrnefnda og þeirri staðreynd að ástin er alltaf ófyrirsjáanleg og engin leið að segja fyrir um næsta leik. Raunar mætti lesa þessa sögu sem kennslubók í ástarleit en hún er þó mun breiðari og umfangsmeiri en svo að slíkur stimpill eigi við. Hér er einfaldlega öll lífshamingjan undir. Fyrst og fremst er þó Ástarmeistarinn fantalega skemmtileg og frumleg saga sem fær lesandann til að hugsa málin upp á nýtt og sjá ástina og lífið frá óvæntu sjónarhorni. Það er sannarlega ekkert smá afrek.Niðurstaða:Frumleg og fersk ástarsaga sem opnar lesandanum nýjar víddir.
Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið