Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Norwegian hættir flugi á lengri leiðum

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu

Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Brottförum fækkaði um eina og hálfa milljón árið 2020

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9 prósent. Ekki hafa svo fáar brottfarir mælst í tíu ár, að því er segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar fundu flug­rita vélarinnar

Kafarar á vegum indónesíska hersins hafa fundið flugrita flugvélar Sriwijaya Air sem hrapaði í Jövuhafi um helgina með 62 um borð. AP greinir frá þessu, en vélin hrapaði skömmu eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Flug­ritinn enn ekki fundinn

Enn hefur ekki tekist að finna flugrita farþegaþotunnar sem fórst undan ströndum Indónesíu á laugardag með 62 innanborðs.

Erlent
Fréttamynd

Tvöföld skimun „alveg þess virði“

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið út hvar flug­vélin hrapaði

Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga?

Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára

Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi

Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Svar við bréfi Boga

Mér hafa borist tvö bréf á síðustu dögum frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group.

Skoðun
Fréttamynd

Rannsaka „óábyrga“ auglýsingaherferð Ryanair

Auglýsingamálastofnun Bretlands hafa borist kvartanir vegna auglýsinga flugfélagsins Ryanair, þar sem fólk er hvatt til ferðalaga í ljósi bólusetninga þar í landi. Flestir þeir sem kvarta telja auglýsingarnar villandi og „óábyrgar“ og að þær geri lítið úr áhrifum faraldursins. Stofnunin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænland lokað næstu tvær vikur

Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær.

Erlent
Fréttamynd

Telur árið vera það erfiðasta frá upp­hafi

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi.

Viðskipti innlent