Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Innlent 28. ágúst 2019 14:13
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. Viðskipti innlent 28. ágúst 2019 12:15
Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. Viðskipti innlent 28. ágúst 2019 09:45
Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. Innlent 28. ágúst 2019 08:54
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. Innlent 28. ágúst 2019 08:00
Eftirlaunasjóður Boeing með hálft prósent í Arion Eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing er á meðal þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka með eignarhlut að jafnvirði tæplega 600 milljóna króna. Viðskipti innlent 28. ágúst 2019 08:00
Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. Innlent 28. ágúst 2019 07:00
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Viðskipti erlent 27. ágúst 2019 22:00
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. Innlent 27. ágúst 2019 19:25
Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. Innlent 27. ágúst 2019 07:00
"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 26. ágúst 2019 22:09
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. Viðskipti innlent 26. ágúst 2019 15:06
Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp. Innlent 26. ágúst 2019 14:30
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Innlent 26. ágúst 2019 13:30
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. Viðskipti innlent 26. ágúst 2019 06:00
Sjö látnir eftir að fisflugvél og þyrla rákust saman Lítil tveggja sæta flugvél og þyrla skullu saman yfir ströndum Mallorca í dag. Erlent 25. ágúst 2019 15:27
Hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum Flugmaðurinn slasaðist ekki en hann er nemandi hjá Keili. Innlent 24. ágúst 2019 12:00
Verkfall British Airways setur ferðaplön hundraða þúsunda í uppnám Flugmenn British Airways hafa boðað þrjá verkfallsdaga í næsta mánuði vegna kjaradeilna. Erlent 24. ágúst 2019 11:29
Þverneitar að hafa brotlent nýrri flugvél sinni viljandi til að vekja athygli á sér Bandarískur flugmaður hefur vakið mikla athygli fyrir að festa á myndband afleiðingar þess þegar hann brotlenti flugvél sinni í sjóinn undan strönd San Francisco-borgar síðastliðinn þriðjudag. Erlent 22. ágúst 2019 19:01
Þrjú hundruð ný ársverk skapist á næstu þremur árum á Reykjanesi Stjórnvöld hafa samþykkt að veita aukið fjármagn í verkefni á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna þeirrar stöðu sem skapaðist á vinnumarki í kjölfar gjaldþrots WOW air. Innlent 22. ágúst 2019 17:13
Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Ómar Benediktsson keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Viðskipti innlent 22. ágúst 2019 15:11
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. Erlent 22. ágúst 2019 14:26
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. Innlent 21. ágúst 2019 12:15
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Innlent 21. ágúst 2019 11:15
Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Viðskipti innlent 19. ágúst 2019 10:28
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Viðskipti innlent 19. ágúst 2019 09:40
Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum í New York hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. Erlent 18. ágúst 2019 20:12
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. Viðskipti innlent 17. ágúst 2019 07:00
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 19:30
MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Viðskipti innlent 16. ágúst 2019 19:23