Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. Fótbolti 23. apríl 2025 06:32
Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusamband Íslands fundaði í dag. Þar voru tveir leikmenn úrskurðaðir í bann í næstu umferð Mjólkurbikars karla. Um er að ræða 16-liða úrslit og fara leikirnir fram 14. og 15. maí næstkomandi. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 23:02
Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 21:10
„Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Þróttur tók á móti Breiðablik í 2. umferð Bestu deild kvenna í kvöld á Avis vellinum. Þróttur komst tveimur mörkum yfir en Breiðablik jafnaði í uppbótartíma 2-2 og þar við sat. Sport 22. apríl 2025 21:01
„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:52
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:45
„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:37
Olmo hetja Börsunga Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, með 1-0 sigri á Mallorca. Fótbolti 22. apríl 2025 19:02
Dramatík í Manchester Manchester City vann dramatískan 2-1 sigur á Aston Villa í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Leikurinn gæti skipt gríðarlega miklu máli er kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Enski boltinn 22. apríl 2025 18:32
Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Vicente Valor er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp hjá KR. Á hann að hjálpa nýliðum ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 18:02
Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 17:16
Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Eyjamenn eru að setja gervigras á heimavöll sinn við Hástein og spila því ekki á Hásteinsvelli á næstunni. Liðið spilar þess í stað á Þórsvellinum sem er rétt hjá. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 15:18
United vill fá Cunha Manchester United hefur mikinn áhuga á Matheus Cunha, brasilíska framherjanum hjá Wolves. Enski boltinn 22. apríl 2025 13:47
Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í þriðja sinn sem knattspyrnustjórinn Scott Parker kemur liði upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. Enski boltinn 22. apríl 2025 13:01
Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Það verða fjórir Bestu deildar slagir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta en dregið var í hádeginu í dag. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 12:32
Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. Fótbolti 22. apríl 2025 11:33
Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Gary Lineker leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day. Hann hættir að stýra þættinum fræga eftir tímabilið. Enski boltinn 22. apríl 2025 11:07
Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Enski boltinn 22. apríl 2025 09:00
Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Forráðamenn norska fótboltafélagsins Bryne eru mjög stoltir af því að vera landbúnaðarlið norsku úrvalsdeildarinnar. Félagið notar líka hvert tækifæri til að vekja athygli á því. Fótbolti 22. apríl 2025 08:32
Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Victor Lindelöf hvarf skyndilega í miðjum leik Manchester United og Lyon í Evrópudeildinni í síðustu viku en núna vitum við meira um hvað var í gangi hjá fjölskyldu hans. Enski boltinn 22. apríl 2025 07:30
Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Jamie Vardy, framherji Leicester City, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir að ljóst var að Refirnir eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 22. apríl 2025 07:00
Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Margir hafa áhyggjur af öryggi knattspyrnukvenna í Frakklandi eftir nýjustu fréttir og það sem gekk á bak við tjöldin á dögunum í leik Dijon og Saint-Étienne í efstu deild kvenna. Fótbolti 22. apríl 2025 06:32
„Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Matz Sels, markvörður Nottingham Forest, sagði að gríðarlega mikilvægt að liðið hafi náð í sigur gegn Tottenham Hotspur eftir tvö töp í röð í ensku úrvalsdeildarinnar. Forest er óvænt í bullandi Meistaradeildarbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir. Enski boltinn 21. apríl 2025 23:33
Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Segja má að Daníel Leó Grétarsson hafi rekið síðasta naglann í kistu Menno van Dam, þjálfara Álaborgar í efstu deild danska fótboltans. Markið tryggði Sönderjyske sigur á Álaborg um helgina og nú er Van Dam atvinnulaus. Fótbolti 21. apríl 2025 22:45
„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 20:17
„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 19:15
„Við stóðum af okkur storminn“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, tók undir með þjálfara sínum Matthíasi Guðmundssyni eftir sigur liðsins á nýliðum FHL í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 19:01
Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Eftir fall úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð þá stoppuðu Burnley og Leeds United stutt við í B-deildinni. Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði lið búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik. Enski boltinn 21. apríl 2025 18:47
Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Eftir tvö töp í röð vann Nottingham Forest 2-1 útisigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Forest upp í 3. sætið á meðan Tottenham er áfram í 16. sæti. Enski boltinn 21. apríl 2025 18:31
FCK tímabundið á toppinn FC Kaupmannahöfn lagði AGF 3-1 í síðasta leik dagsins i efstu deild karla í danska fótboltanum. Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson lék allan leikinn á miðjunni hjá AGF á meðan markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK. Fótbolti 21. apríl 2025 18:23