Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Feyenoord rak eftir­mann Arne Slot

Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur

Alessandro Nes­ta hefur verið ráðinn þjálfari ítalska úr­vals­deildar­félagsins Monza. Það sem gerir ráðninguna áhuga­verða er sú stað­reynd að fyrir sjö vikum síðan var hann rekinn úr þessari stöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum

John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl

Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fólk má al­veg dæma mig“

Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lög­reglan rann­sakar söngva um stunguárás

Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti.

Enski boltinn