

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Fjölskylda Michael Schumacher, sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1, hefur sett á laggirnar góðgerðarsamtök í hans nafni. Samtökin bera heitið Keep Fighting á ensku eða Berjumst áfram á íslensku.
Tæknistjóri Williams, Pat Symonds telur að það myndi hafa mikil áhrif á liðið að missa ökumanninn Valtteri Bottas til Mercedes. Bottas þykir líklegastur til að taka laust sæti hjá heimsmeisturunum.
Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes.
Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas er orðinn líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka tóma sætið hjá Mercedes liðinu.
Eftir að heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur í Formúlu 1 er laust pláss um borð hjá Mercedes-liðinu.
Nico Rosberg sem tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil ökumanna um síðustu helgi tilkynnti óvænt í dag að hann sé hættur keppni í Formúlu 1.
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, tilkynnti í dag að hann væri hættur. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins varð heimsmeistari ökumanna með því að koma annar í mark í Abú Dabí. Liðsfélagi hans og fyrrum heimsmeistari, Lewis Hamilton gerði allt sem hann gat til tryggja sér titilinn en allt kom fyrir ekki.
Það gekk mikið á hjá Mercedes-liðinu í Formúlu 1 á tímabilinu en mestu lætin voru líklega er Lewis Hamilton bauðst til þess að yfirgefa herbúðir liðsins.
Nico Rosberg tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt í fyrsta sinn með því að ná öðru sæti í lokakappakstrinum í Abú Dabí.
Nico Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í hádramatískri keppni í Abú Dabí í dag. Hann kom annar í mark á eftir Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina?
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun.
Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari.
Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1.
Mercedes liðið náði í sinn 20. ráspól á tímabilinu í dag, sem er met í Formúlu 1. Lewis Hamilton var talsvert fljótari en liðsfélagi sinn og keppinautur í heimsmeistarakeppninni. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.
Einvígi Rosbergs og Hamiltons um helgina gæti komist í sögubækurnar sem eitt af frægari einvígjum Formúlusögunnar.
Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu.
Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.
Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað?
Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina.
Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina.
Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag.
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna.
Jenson Button segist búast við tilfinningaþurnginni helgi í Abú Dabí. Keppni helgarinnar mun vera hans síðasta í Formúlu 1 að minnsta kosti í bili.
Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast.
Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast.
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi.