Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2017 18:15 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is. Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is.
Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira