Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Fimm þýskir ökumenn á heimavelli

Það verður fjör á áhorfendapöllunum á Nurburgring í Þýskalandi um helgina. Heimamenn eiga fimm starfandi Formúlu 1 ökumenn og Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem fram fór á Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull

Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone mærði Hitler og fékk skammir

Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone félkk skömm í hattinn um alan heim eftir að hafa rætt fjálglega um hver atorkusamur Adolf Hitler hefði verið á sínum tíma. Ummæli hans ollu úlfaþyt um allan heim, bæði hjá almenningi, pólitíkusum og ýmsum samtökum gyðinga.

Formúla 1
Fréttamynd

Kristján Einar keppir á Donington Park

Kristján Einar Kristjánsson keppir á Donington Park í Bretlandi um helgina í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3. Hann ók á tveimur æfingum í gær, en í dag eru tímartökur fyrir tvær umferðir kappaksturs.i

Formúla 1
Fréttamynd

Hlær McLaren liðið meira á betri bíl?

Afhroð McLaren í Formúlu 1 mótum ársins hafa verið algjör og Lewis Hamilton hefur ekki verið á verðlaunapalli á árinu, sjálfur heimsmeistarinn. McLaren menn hafa ákveðið að breyta um taktík hvað varðarn undirbúning bílanna fyrir næstu mót. Keppt er á Nurburgring í Þýskalandi um næstu helgi, en það hefur rignt alla vikuna.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúla 1 hasar í Moskvu

Þrjú Formúlu 1 lið halda í víking til Moskvu og spretta úr spori í Kreml þann 19. júlí. McLaren, Red Bull og Williams munu öll senda bíla á götuhátíð þar sem þeyst verður á ýmiskonar farartækjum á götum Moskvu.

Formúla 1
Fréttamynd

Brawn fær meiri samkeppni

Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að liðsmenn sínir verði að efla Brawn bílinn fyrir næsta mót, til að standast Red Bull snúning. Sebastian Vettel vann síðasta mót á Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Button mun ekki bogna né brotna

Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga.

Formúla 1
Fréttamynd

Kristján Einar í eldlínunni á Spa

Kappaksturskappinn Kristján Einar Kristjánsson keppir á Spa brautinni í Belgíu um helgina í opnu evrópsku mótaröðinni. Keppt er í tveimur umferðum og varð Kristján í fimmta sæti í fyrstu umferðinni í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Mosley bálreiður Formúlu 1 liðum

Max Mosley, forseti FIA segist nú hyggja á endurkjör til forseta FIA á ný eftir að FOTA, samtök keppnisliða sendu frá sér það sem hann telur rangindi í yfirlýsingu í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

26 ökumenn í Formúlu 1 2010

FIA staðfesti í dag að 13 keppnislið verða í Formúlu 1 árið 2010 og það þýðir að 26 ökumenn verða á ráslínu, 6 fleiri en eru núna. Þetta var staðfest eftir að samningar náðust á milli FIA og FOTA, samtaka Formúlu 1 liða.

Formúla 1
Fréttamynd

Friður í Formúlu 1

Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, segir að sátt sé komin í deilu sambandsins og félag kappakstursliða og því hafi klofningi í íþróttinni verið afstýrt.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúla 1 fær ekki að leysast upp

Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Berjumst til þrautar í stigamótinu

Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel: Skylda mín að sigra

Möguleiki er á rigningu á Silverstone mótinu sem fer af stað í hádeginu, en Þjóðverjinn Sebastian er fremstu á ráslínu, en Rubens Barrichello við hlið hans. Forystumaður stigamótsins er sjötti, en það er Jenson Button. Lewis Hamilton sem vann mótið í fyrra er nítjándi.

Formúla 1
Fréttamynd

Allir vilja líkjast goðinu Button

Jenson Button er sjötti á ráslínu fyrir breska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun, en hann hefur ómetanlegan stuðning á brautinni í formi áhorfenda. Lewis Hamilton vann mótið í fyrra við mikinn fögnuð heimamanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel á ráspól

Þjóðverjinn Sebastien Vettel verður fremstur á ráspól í enska kappakstrinum á Silverstone-brautinni á morgun eftir að hafa borið sigur úr býtum í tímatökunum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Ný mótaröð laðar að ný lið

Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að mótaröð FOTA sem Formúlu 1 lið ákváðu að stofna í fyrrakvöld geti laðað að sér ný lið sem ætluðu að keppa undir merkjum FIA í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel í miklum ham í Bretlandi

Breska veðrið og hin breska Silverstone braut hefur góð áhrif á Þjóðverjann Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hann náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða í dag, rétt eins og á þeirri fyrri. Félagi hans Mark Webber var næst fljótastur. Bíll hans bilaði þó í lok æfingarinnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur á Silverstone

Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber, báðir á Red Bull voru sneggstir um Silverstone brautina sem verður notuð í síðasta skipti í kappakstri um helgina. Þeir óku á fyrstu æfingu keppnisliða í dag í skugga deilna um framtíð Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Erfið ákvörðun að hætta í Formúlu 1

Nick Fry, forstjóri Brawn GP sem hefur forystu í meistaramótinu í Formúlu 1 segir að það hafi verið erfið ákvörðun hjá keppnisliðum að draga sig út úr Formúlu 1 2010 og lýsa yfir vanþóknun á FIA.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlu 1 lið stofna eigin mótaröð

FOTA, samtök Formúlu 1 liða sendu frá sér tilkynningu þess efnis að stofnuð verði ný mótaröð. Liðin segjast búinn að gefast upp á FIA og vilji sinna sínum málum betur 2010.

Formúla 1