Hamilton: Myndi elska að vinna í Singapúr 27. september 2009 08:13 Lewis Hamilton verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag og út um allan heim. mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá, en þátturinn Endamarkið er sýndur kl. 14.15 og aftur í kvöld kl. 22.00. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren á götum Singapúr. Við hlið hans er Sebastian Vettel á Red Bull, sem er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum ásamt Mark Webber, sem er fjórði og Rubens Barrichello í tíunda sæti og Jenson Button í tólfta sæti. Þeir tveir síðarnefndu er á Brawn bílum og gekk illa í tímatökunni í gær. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello og 26 stig á Vettel, en Vettel er í kjörstöðu að sækja dýrmæt stig á Button í mótinu í dag. Hann var á góðri leið með að ná besta tíma í gær þegar Barrichello klessti bíl sinn og stöðva varð tímatökuna og staðan sem var kominn upp gilti til uppröðunnar á ráslínu. Fjörtíu stig eru ennþá í stigapottinum og því ramman reip að draga fyrir Vettel, en hann er staðráðinn í að vinna síðustu fjögur mót ársins og byrja í Singapúr. En Hamilton stefnir líka á sigur. "Ég vildi svo sannarlega að ég væri að keppa um meistaratitilinn, en árið hefur verið erfitt og ég verð að láta mér nægja að keppa um sigur í einstökum mótum. Það kom mér á óvart að ná besta stað á ráslínu og ég myndi elska að vinna á götum Singapúr, en mótið er langt og strangt", sagði Hamilton.Sjá rásröð og brautarlýsingu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá, en þátturinn Endamarkið er sýndur kl. 14.15 og aftur í kvöld kl. 22.00. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren á götum Singapúr. Við hlið hans er Sebastian Vettel á Red Bull, sem er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum ásamt Mark Webber, sem er fjórði og Rubens Barrichello í tíunda sæti og Jenson Button í tólfta sæti. Þeir tveir síðarnefndu er á Brawn bílum og gekk illa í tímatökunni í gær. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello og 26 stig á Vettel, en Vettel er í kjörstöðu að sækja dýrmæt stig á Button í mótinu í dag. Hann var á góðri leið með að ná besta tíma í gær þegar Barrichello klessti bíl sinn og stöðva varð tímatökuna og staðan sem var kominn upp gilti til uppröðunnar á ráslínu. Fjörtíu stig eru ennþá í stigapottinum og því ramman reip að draga fyrir Vettel, en hann er staðráðinn í að vinna síðustu fjögur mót ársins og byrja í Singapúr. En Hamilton stefnir líka á sigur. "Ég vildi svo sannarlega að ég væri að keppa um meistaratitilinn, en árið hefur verið erfitt og ég verð að láta mér nægja að keppa um sigur í einstökum mótum. Það kom mér á óvart að ná besta stað á ráslínu og ég myndi elska að vinna á götum Singapúr, en mótið er langt og strangt", sagði Hamilton.Sjá rásröð og brautarlýsingu
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira