Þungu fargi létt af Hamilton 29. september 2009 11:31 Lewis Hamilton andaði léttar eftir sigurinn á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut." Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið. Þá var Hamilton fremstur á ráslínu í Valencia, Monza og Singapúr og hefur sigrað tvö mót upp á síðkastið. "Ég var heimsmeistari í fyrra og nærri því að verða meistari árið áður. Þetta ár hefur því verið mér þungt í skauti, því ég veit að ég get verið meðal þeirra bestu", sagði Hamilton. McLaren bíll hans var ekki upp á marga fiska í upphafi tímabilsins og Hamilton missti af lestinni. "Ég held ég sé búinn að sýna að ég átti titilinn skilinn í fyrra, en fólk er fljótt að dæma mann þegar illa gengur. Það er mjög jákvætt að geta sannað þetta fyrir sjálfum sér og öðrum, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins", sagði Hamilton. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi, en hefur aldrei keppt á henni. "Ég hlakka mjög til að takast á við þessa braut, sem er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum. Ég sá hana oft í sjónvarpi í gamla daga og margir þekktir kappar hafa rómað hana. Það verður skemmtilegt verkefni að læra á nýja braut."
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira