Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Afskipt börn

Við höfum komið okkur upp eins konar kerfi aðskilnaðarstefnu þar sem börnin eru geymd á stofnunum frá því í frumbernsku. Við getum reyndar ekki heldur beðið eftir því að skutla gamla fólkinu inn á stofnanir líka...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vont er þitt frjálslyndi

Íslenskan er skemmtilega gegnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki blóta

Fyrir ári síðan eða svo sá Umferðarstofa sig tilneydda til þess að ráðast í heila auglýsingaherferð í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og á flettiskiltum til þess að segja fullorðnu fólki að hætta að blóta svona mikið í umferðinni. Ekki síst var lögð áhersla á það að við blótuðum ekki svona mikið frammi fyrir yngstu kynslóðinni, sem gæti pikkað upp taktana.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru óperur leiðinlegar?

Ef eitthvað getur orðið banabiti íslensku óperunnar þá er þá er það ef hún setur upp kassastykki eins og Carmen eða La Bohème. Eitthvað sem fólkið vill sjá. Þess vegna er sett upp obskúr ópera eftir frekar leiðinlegt tónskáld, Stravinsky...

Fastir pennar
Fréttamynd

Nokkur skúbb

Í ljósi undanfarinna skúbba um allskonar heimili útá landi þar sem miður skemmtilegir hlutir áttu sér stað langar mig að bauna hérna nokkrum nýjum skúbbum sem fjölmiðlar landsins geta smjattað á næstu vikur. Ónefndur maður klauf annan mann í herðar niður fyrir um þúsund árum síðan.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýr Dyrhólagatisti?

Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrðislagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ójöfnuður um heiminn

Um það er ekki deilt úti í heimi, að ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna milli manna hefur víða færzt í vöxt undangengin ár. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem vert er að skoða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háspennulínur skera landið

Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, er mjúkmáll þessa dagana. Honum veitir ekki af í andófinu sem er að magnast í kringum hann. Friðrik lítur á mótmæli við frekari virkjunum í Þjórsá sem velferðarvandamál og segir mönnum hollast að minnast þess að fyrr eða síðar kreppi á dalnum í þjóðarbúinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningalyktin

Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin?

Bakþankar
Fréttamynd

Vakandi samfélag

Í síðustu viku fréttist af innrás lögreglu – nú í Austurríki – í enn einn barnaklámhringinn sem náði vítt um veröld. Líka til Íslands. Hjá Interpol er geymd hálf milljón klámmynda með börnum sem allar hafa verið teknar úr fórum þeirra sem una sér við að sjá börnum misþyrmt.

Bakþankar
Fréttamynd

Líf og dauði Sankti Kildu

Eyjaskeggjum var hótað vítisvist ef þeir iðkuðu söng og dansa. Mikill tími fór í kirkjulegar athafnir – fólkinu var bannað að vinna á sunnudögum. Það var heldur óráðlegt, því lífsbaráttan var svo hörð að helst mátti ekki missa úr dag...

Fastir pennar
Fréttamynd

Framsókn í útrýmingarhættu

Skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því um helgina er sérstaklega athyglisverð fyrir tvennt. Í fyrsta lagi gefur hún sterka vísbendingu um vinstri sveiflu í samfélaginu, og í öðru lagi að raunveruleg hætta er á því að Framsóknarflokkurinn verði nánast þurrkaður út af sjónarsviði íslenskra stjórnmála í vor.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verkefni nýrrar ríkisstjórnar

Félagsleg velferð, efnahagslegur stöðugleiki og sterkt atvinnulíf, með þungri áherslu á menntun allra, eru grunngildin í stefnu okkar jafnaðarmanna. Í henni felst skýr valkostur við þá leið, sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningaspá

Skoðanakannanir hafa þann augljósa galla að í þeim getur fólk aðeins látið upp afstöðu sína á því augnabliki sem spurningin er borin upp. Tiltölulega einfalt er að svara spurningu eins og: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk?“ Verra er að gefa rétt svar við spurningunni: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk 12. maí næstkomandi?“

Bakþankar
Fréttamynd

Paradís fyrir fjármagnið

Þetta er blautur nýfrjálshyggjudraumur. Það er eins hægt að ganga með skilti í kröfugöngu. Þetta er stéttabarátta þar sem frekur og valdamikill minnihluti vill tryggja sér lífskjör sem eru órafjarri því sem tíðkast meðal fjöldans...

Fastir pennar
Fréttamynd

Samkeppnishæfni er lykilatriði

Á nýliðnu Viðskiptaþingi boðaði Geir H. Haarde breytingar á skattalögum sem eru til einföldunar á skattkerfinu og til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins í skattalegu tilliti. Þessar breytingar eru skynsamlegar. Þær auka líkur á að verðmæt starfsemi haldist í landinu og skili ávinningi inn í samfélagið. Einnig að skattheimta sem kostar meira að halda úti en gefur í aðra hönd verði aflögð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Danir og alþjóðavæðingin

Tillögur dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalöggjöfinni eru athyglisverðar. Þær endurspegla umræðu sem fer nú fram bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum um alþjóðavæðinguna og þá sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að frjálsu flæði fjármagns á milli landa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meðal svína

Spyrjið mig ekki hvers vegna, en meðal bókanna á náttborðinu mínu er Saga svínaræktar á Íslandi. Í hinu fróðlega riti um þessa öndvegisskepnu er meðal annars greint frá muninum á villisvíni og alisvíni. Hann er meðal annars sá að 70 prósent líkamsþunga villisvínsins eru bundin við fremri hluta skrokksins en 30 prósent við þann aftari. Með alisvínið er þessu öfugt farið.

Bakþankar
Fréttamynd

Vel mannað Silfur

Geir H. Haarde, Bragi Kristjónsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðrún Pétursdóttir og Bjarni Harðarson eru meðal gesta í Silfrinu á morgun...

Fastir pennar
Fréttamynd

Færumst nær og nær ESB

Innan tíðar skilar Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar væntanlega af sér. Hún er skipuð fulltrúum þeirra flokka sem nú eiga setu á Alþingi og hefur starfað frá því um mitt ár 2004, undir forystu dómsmálaráðherra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjónvarpið

Tvisvar sinnum kom ég að mér kærkominni manneskju grátandi fyrir framan sjónvarpið í vikunni. Það er vel yfir meðaltali. Það sem fékk svona á viðkomandi manneskju voru annars vegar viðtölin við fórnarlömbin frá Breiðavík í Kastljósi - átakanlegar hörmungar - og hins vegar American Idol - amerískur afþreyingariðnaður í öllu sínu veldi.

Bakþankar
Fréttamynd

Biblía laus við kynjað tungutak

Nú á að fara að gefa út svonefnda Biblíu 21. aldarinnar – það mun vera ný Biblíuþýðing, Hún er þegar farin að valda deilum, enda er þar tekið mið af svonefndu "máli beggja kynja" en fyrir því hefur verið rekinn áróður innan þjóðkirkjunnar, ekki síst úr röðum Kvennakirkjunnar...

Fastir pennar
Fréttamynd

19 hið nýja 16?

Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista – persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi.

Bakþankar
Fréttamynd

Spilltur fótbolti

Nú dettur mér ekki í hug að halda með Liverpool lengur. Maður heldur ekki með fyrirtæki, ekki fótboltaliði fremur en Sony, Pepsi Cola eða Starbuck´s....

Fastir pennar
Fréttamynd

Óhugnaður í Breiðavík

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar flutt óhugnanlegar frásagnir af dvöl ungra drengja í vistheimilinu á Breiðavík í Vestur - Barðastrandarsýslu. Heimili þetta var sett á laggirnar árið 1952 og starfrækt í um 25 ár á þessum einangraða stað.

Fastir pennar