Peningalyktin 15. febrúar 2007 00:01 Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sérsíður í blöðum þar sem hin margvíslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? Samt getur lyktin verið unaðslegri en flest önnur list, sérstaklega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögunum ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí miðbæjarins leitandi að sætabrauðinu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. Ég man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. Maður er auðvitað löngu hættur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið rafrænt og engin lykt af bankamillifærslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktarfret í gegnum tækin og yfir borgina. Hver hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með vanilluilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað enginn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta sniðug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinninguna að hann væri virkur þátttakandi í stuðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Fyrir utan odorama-mynd John Waters, Polyester, man ég ekki eftir neinu. Hvar eru sérsíður í blöðum þar sem hin margvíslega lykt er krufin til mergjar og henni gefnar stjörnur? Samt getur lyktin verið unaðslegri en flest önnur list, sérstaklega þegar ljúfsár lyktarminning sprettur fram í heilanum. Á Hverfisgötunni fann ég á dögunum ótrúlega góða bakaríslykt. Þessi lykt er oft þarna en ég hef aldrei áttað mig á því hvaðan hún kemur. Lyktin æsti mig svo mikið upp að ég þræddi öll bakarí miðbæjarins leitandi að sætabrauðinu sem mér fannst lyktin vera af: gulum hveitiskeljum með hvítu kremi á milli. Ég man vel eftir skítalyktinni sem stundum lagði yfir borgina. Lyktin hvarf alveg fyrir nokkrum árum. Þetta var hin svokallaða peningalykt sem enn má eflaust finna í plássum sem byggja afkomu sína á fiski. Það góða við lyktina var að á tímum hennar skildi maður efnahagslífið. Ah, nú er verið að bræða fisk og búa til peninga, hugsaði fólk, lét sig hafa það og saug ánægt upp í nefið. Maður er auðvitað löngu hættur að skilja efnahagslífið og það hvernig menn fara að því að græða jafn ótrúlega mikið og þeir gera víst. Enda er allt orðið rafrænt og engin lykt af bankamillifærslum. Því væri ánægjulegt ef bankarnir og aðrir sem stunda gróðabrall myndu koma sér upp mögnuðum útblástursmaskínum á þökunum sínum. Þegar menn gera góða díla og hagnast um nokkrar skrilljónir, eða þegar afkomutölurnar koma í hús, mætti senda myndarlegt lyktarfret í gegnum tækin og yfir borgina. Hver hefði sína einkennislykt svo fólk vissi hver væri að græða þann daginn. Einn væri með vanilluilm, annar með angan af nýslegnu grasi, og auðvitað enginn með gömlu skítafýluna. Ég er viss um að fólk yrði hrifið af þessu. Ekki bara væri þetta sniðug tilvitnun í fortíðina heldur fengi almenningur það á tilfinninguna að hann væri virkur þátttakandi í stuðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun